Skip to main content

Saga fyrirtækisins

Saga félagsins spannar rúmlega hálfa öld en Borgarplast hf. á rætur að rekja til ársins 1965 þegar Plastgerð Suðurnesja (síðar sameinað Borgarplasti hf.) var stofnuð.

 

1965: Plastgerð Suðurnesja stofnuð. Húsaeinangrun fyrsta framleiðsla félagsins.

1969: Plastgerð Suðurnesja hefur framleiðslu á EPS frauðkössum fyrir útflutning á fisk.

1971:  Borgarplast hf. stofnað í Borgarnesi af Guðna Þórðarsyni ásamt samstarfsfélögum.

1983: Hverfisteypudeild Borgarplast hf. stofnuð í Kópavogi. Upphafið að frumkvöðlastarfi Íslendinga í hverfissteyptum lausnum fyrir sjávarútveginn.

1986: Útflutningur á framleiðsluvörum Borgarplasts hefst á einangruðum fiskikerjum til Danmerkur.

1989: Vöruþróun: Annað hverfisteypufyrirtækið í heiminum til að nota þanið PE sem einangrun í endurvinnanleg ker. Eykur styrk og burðargetu keranna verulega.

1992: Skúli Magnússon kaupir Plastgerð Suðurnesja og endurvekur framleiðslu á EPS frauðkössum undir ferskan fisk í verksmiðju félagsins við Bolafót.

1993: ÍST EN ISO 9001 vottun á Seltjarnarnesi, fyrst íslenskra iðnfyrirtækja, annað hverfismótunarfyrirtækja í heiminum. Markaðshlutdeild á heimamarkaði 15-20% fyrir einangruð ker

1994: Verksmiðjan í Borgarnesi vottuð samkvæmt ÍST EN ISO 9001.

1996: Plastgerð Suðurnesja flytur verksmiðju sína frá Bolafæti í Njarðvík á Framnesveg í Keflavík. Nýjir hluthafar koma að rekstri félagsins og tekur Björn Herbert Guðbjörnsson við sem framkvæmdastjóri.

1998: Útflutningur náði til 40 landa í öllum heimsálfum.

1999: Hverfisteypudeildin á Seltjarnarnesi hlýtur ÍST EN ISO 14001 vottun, fyrst iðnfyrirtækja í eigu íslendinga.
Fyrirtækið fer yfir 60% markaðshlutdeild á heimamarkaði fyrir einangruð ker. Borgarplast setur á markað Kenniker og hlýtur viðurkenning fyrir áhugaverðustu nýjungina á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi.

2000: Umhverfi: Umhverfisviðurkenning Umhverfisráðuneytisins kuðungurinn veitt Borgarplasti fyrir árið 1999.
Forvarnarverðlaun Tryggingarmiðstöðvarinnar hf. “Varbergið”, árið 2000 fyrir,, framúrskarandi forvarnarstörf”,

2002: Umhverfi: Fyrst fyrirtækja í heiminum að nota endurunnið hauggas (metan) í stað olíu sem orkugjafa á framleiðsluvélar og notað á framleiðsluvélanar í verksmiðjunni á Seltjarnarnesi. Hauggasið er unnið úr sorphaugum í Álfsnesi af Metan hf.
Markaðshlutdeild fiskikera á heimamarkaði fer yfir 80%.

2007: Frauðplastverksmiðjan í Borgarnesi er flutt á Völuteig 31-31A í Mosfellsbæ og tækjabúnaður endurbættur til muna.

2008: Í lok ársins flytur verksmiðan frá Seltjarnarnesi einnig að Völuteigi 31-31A í Mosfellsbæ. Fyrirtækið er þá sameinað á einum stað.

2010: Borgarplast fær leyfi til að CE merkja fjóra vöruflokka í fyrir byggingaiðnaðinn eftir strangar prófanir. Þessar vörur eru rotþrær, olíuskiljur, fituskiljur og einangrunarplötur úr frauðplasti.

2018: Plastgerð Suðurnesja og Borgarplast hf. keypt af framtakssjóðnum Umbreytingu slhf. ásamt nýjum stjórnendum félaganna.

2018: Plastgerð Suðurnesja og Borgarplast sameinuð undir nafni Borgarplast hf.

2019: EPS framleiðsla Borgarplast hf. við Framnesveg í Reykjanesbæ og Völuteig í Mosfellsbæ flutt og sameinuð í endurbættu 4.700 fermetra húsnæði á Grænásbraut í Reykjanesbæ.