Borgarplast hf sé í fararbroddi og stuðli að góðri ímynd Íslands á sviði umhverfismála.
Við viljum:
* Að starfsemi Borgarplasts hf sé í sátt við umhverfið og mannfólkið.
* Að hjá Borgarplasti hf sé úrgangur sem fellur til hjá fyrirtækinu lágmarkaður og flokkaður.
* Að hjá Borgarplasti hf sé unnið markvisst að þjálfun og fræðslu starfsmanna og komið í veg fyrir óhöpp og mengunarslys í starfseminni
* Að viðskiptavinir Borgarplasts hf geti treyst því að fyrirtækið sýni gott fordæmi og uppfylli viðeigandi kröfur vegna umhverfismála.
Það er stefna Borgarplasts hf að uppfylla umhverfisstjórnunarstaðalinn ÍST EN ISO 14001:2004. Fyrirtækið vinnur að stöðugum umbótum á sviði umhverfismála og mengunarvarna og það mun fara að gildandi lögum og reglum um umhverfismál.