Engir hlutir ķ lista
 
 
 
 

Hlišarsķšur

Prenta

Almennt

Núverandi staða í sorpmálum

Sorp er vandamál og hefur farið vaxandi á undanförnum áratugum.
Fyrir liggja áætlanir um að minnka ýmiskonar úrgang um helming á næstu 12 árum (frá árinu 2011) m.a. með því að flokka sorp og endurvinna það sem hægt er, jarðgera það sem hægt er o.s.frv. Íslendingar eru komnir frekar skammt á veg á þessu sviði miðað við aðrar þjóðir í Vestur Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu er heildarheimilisúrgangur að meðaltali um 300-350 kg á mann á ári, mest í góðærum og venjulega minni í kreppum.
Talið er að hægt sé að minnka þetta magn verulega með því að jarðgera þann lífræna úrgang sem til fellur frá heimilum, en hann telst vera um 100 kg að meðaltali á ári á íbúa, sem er umtalsvert. Afurðin sem fæst með jarðgerð, sem er rotnun lífræns úrgangs með hjálp súrefnis, hefur hlotið nafnið Molta.

Notkun

Molta er afbragðs jarðvegsbætir og áburður. Molta er rík af næringarefnum sem eru lengi að losna út í jarðveginn og veita því plöntum áburð í nokkur ár. Hefðbundin notkun á Moltu er að nota hana sem jarðvegsbæti í allt að 10 cm lag ofan á beð eða blanda því til helminga við mold og rækta í því stálpaðar plöntur. Molta er ekki notuð við sáningu vegna þess hversu næringarrík hún er.