Engir hlutir ķ lista
 
 
 
 

Garšyrkjustjórinn 63200

Prenta

Vörulżsing

Tvöfalt jarðgerðarílát einangrað með „lofti“, þ.e. kyrrstætt loft milli byrgða.
Garðyrkjustjórinn er í raun sama jarðgerðarílátið og Landbúnaðarráðherrann nema að einangrunin er 70 mm kyrstætt loft í stað Polyurethane. Jarðgerðarílát Borgarplasts eru þau einu sem eru sér hönnuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður. Rúmmálið er um 260 l.
Við allra bestu aðstæður er hugsanlegt að jarðgera efni á 7-8 vikum en það er óraunhæft að ætla að ná því við hefðbundnar heimilisaðstæður og er eðlilegt að áætla að jarðgerð taki 8 til 14 mánuði. Í köldum veðrum getur orðið erfitt að halda uppi góðum hita í jarðgerðarílátinu sé því ekki sinnt reglulega þ.e. bætt í það hráefni og hrært.
Ytra og innra byrði eru úr um 6- 7 mm þykku Polyethylene (meðalþykkt) og á milli byrða er að meðaltali um 70 mm af kyrrstæðu lofti sem virkar sem einangrun. Varmaleiðnistuðull er um 2,17 W/m2 °C. (Varmaleiðnistuðull (k-gildi) er eðlisfræðileg stærð sem gefur hugmynd um hve mikill varmi tapist á ákveðnu flatarmáli. Stundum kallaður kólnunartala).

Hægt er að setja hitamæli á ílátið (sjá mynd) og fylgjast þannig með hitanum (hitamælir fylgir ekki með).

Stęršir og mįl

Rśmmįl (lķtrar) Lengd (mm) Breidd (mm) Hęš (mm)
260 840 810 1090