Engir hlutir Ý lista
 
 
 
 

Ger­ 460 PUR einangra­ ker 20159

Prenta

V÷rulřsing

Gerð 460 PUR einangrað ker er með tiltörulega litla innandýpt (43cm) og skilar því af sér hágæðavöru. Ker
þetta er orðið langvinsælasta ker á Íslandi og eins í helstu nágrannalöndunum. Langstærsti eigandi
einangraðra kera í heiminum er keraleigufyrirtækið Umbúðamiðlun ehf með um 35.000 ker (2004), að
megninu til af gerðinni 460 og nánast öll frá Borgarplasti. Ótrúleg ending er á þessum kerum miðað við
harðræði það sem þau verða að búa við en meðal líftími þeirra hefur reynst vera 7-8 ár eða jafnvel meira.
Notkunarsvið þess er aðallega í ferskum ísuðum fiski um borð í bátum og togurum. Einnig eru þau notuð
við hverskonar matvælavinnslu og eins við flutning á kjöti og fiski. Aðgengi er fyrir gólflyftara frá 2 hliðum
og fyrir gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Kerið er hífanlegt á haldföngum og snúanlegt um 180 gráður með
gaffallyftara eða kerahvolfara. Gerð 460 getur staflast með gerð 660. Við stöflun fullhlaðinna kera verður
að meta ástand þeirra og meta stöflunarhæfni þeirra út frá því.

Stöflun gerðar 460 PUR

Til að tryggja öryggi við stöflun kera þarf að hafa eftirfarandi í huga:

- að kerin sitji rétt ofan í kerinu fyrir neðan
- að stæðan halli ekki
- að kerin séu óskemmd á hornum
- að kerveggir gúlpi ekki út (er merking um skertan burð)

Hámarksþyngd kers og hámarksfjöldi kera í stæðu
Stöflun 460

Skorðuð stæða er stæða sem hefur stuðning frá öllum hliðum.
Fjöldi kera í töflunni miðast við ný ker frá verksmiðju sem eru með fullan styrk. Þeir sem vinna með kerin verða ávallt að meta hæfni þeirra og ástand áður en þeim er staflað.

Hífing gerðar 460 PUR

Til að tryggja öryggi við hífingu kera skal aðeins nota CE merktan hífibúnað.
Ávalt skal hífa kerin á öllum fjórum hornum í einu.
Hve mörg ker er hægt að hífa í einu fer eftir þyngd þeirra.

Hámarksþyngd í keri og hámarksfjöldi kera við hífingu
Hífing 460

Fjöldi kera í töflunni miðast við ný ker frá verksmiðju sem eru með fullan styrk.
Þeir sem vinna með kerin verða ávallt að meta hæfni þeirra og ástand áður en hífing fer fram.
Aldrei ætti að hífa ker ef halda er teygð eða greinilegir áverkar á henni.
Aldrei ætti að hífa meira en 1.8 tonn í einu.
Ráðlegt er að hafa álagsmæli á hífi sem sýnir kranastjóra þyngd þess sem híft er.
Kerin eru merkt með dags, mánaðar og árs merkingum sem er að finna á utanverðum botni þeirra. Ársmerking fyrir árið 2012 er U og áfram í stafrófsröð.

StŠr­ir og mßl

R˙mmßl (lÝtrar) Lengd (mm) Breidd (mm) HŠ­ (mm) Ůyngd (kg)
430 1220 1030 580 41

Tengdar v÷rur

PŠkilplata 20300
Nßnar
BŠta vi­
rem
Lok
Nßnar
BŠta vi­
rem
Ger­ 660 PUR einangra­ ker 20163
Nßnar
BŠta vi­
rem