Vörulýsing
Gerð 21101 er með sléttu yfirborði og 22 mm háum innri kanti. Burðargeta brettisins er um 1000 kg á sléttu undirlagi þ.e. gólfi eða klæddum vöruhillum en ef þeim er raðað upp í hillu þar sem þau hvíla á endunum minnkar burðargetan niður í um 300 kg. Hægt er að sérpanta sterkari bretti sem geta borið meiri þunga.
Plastbrettin henta sérstaklega vel til matvælavinnslu og lyfjaframleiðslu þar sem gerðar eru kröfur um hreinlæti. Borgarplast hóf framleiðslu á plastbrettum árið 1983 og er brautryðjandi á þessari gerð vörubretta í heiminum.
Þessi stærð fellur að ISO 6780 flutningastaðlinum.