Skip to main content

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing hef­ur fest kaup á fyr­ir­tækj­un­um Borgarplasti hf. og Plast­gerð Suður­nesja ehf.

Eft­ir kaup­in mun Umbreyt­ing eiga 78% í sam­einuðu fyr­ir­tæki en aðrir hlut­haf­ar verða Hauk­ur Skúla­son, sem verður fram­kvæmda­stjóri og Sig­ur­geir Rún­ar Jó­hanns­son auk þess sem nú­ver­andi eig­end­ur Plast­gerðar Suður­nesja munu áfram verða í hlut­hafa­hópn­um.

Borgarplast er leiðandi í hverf­is­mótafram­leiðslu fyr­ir inn­an­lands­markað og bæði fé­lög­in fram­leiða vör­ur úr frauði, húsa­ein­angr­un og frauðkassa til út­flutn­ings á fersk­um fiskaf­urðum og öðrum mat­væl­um.

„Mark­mið Umbreyt­ing­ar er að vera öfl­ug­ur bak­hjarl fyr­ir­tækja og stjórn­enda þeirra. Áhersla verður lögð á að fjár­festa í fyr­ir­tækj­um sem búa yfir góðu og sann­reyndu viðskipta­mód­eli og að stjórn­end­ur hafi ár­ang­urs­miðað hug­ar­far. Stefna Umbreyt­ing­ar er að skila fyr­ir­tækj­um af sér í betra ástandi en þegar þau voru keypt og þannig skilja eft­ir sig já­kvæð fót­spor í ís­lensku at­vinnu­lífi. Verk­efnið er krefj­andi og fel­ur í sér umbreyt­ingu á rekstri og efna­hag sam­einaðs fé­lags. Fé­lög­in eru hins veg­ar rót­gró­in og rekst­ur þeirra traust­ur. Við hlökk­um til sam­starfs­ins við nýja lyk­il­stjórn­end­ur og meðeig­end­ur okk­ar og mun­um styðja fé­lagið til frek­ari vaxt­ar,” er haft eft­ir Gunn­ari Páli Tryggva­syni, fram­kvæmd­ar­stjóri Alfa Framtaks, rekstraraðila Umbreytingar.

„Verk­efnið er spenn­andi og sjá­um við mörg tæki­færi til að sinna viðskipta­vin­um bet­ur, nýj­um og nú­ver­andi. Við mun­um sam­eina rekst­ur fé­lag­anna fljót­lega og styrkja þau til vaxt­ar, inn­an­lands og er­lend­is, auk þess sem við mun­um fjár­festa í nýj­um vél­um og búnaði og ná þannig fram frek­ari hagræðingu í fram­leiðslu. Ég hlakka til að vinna með Alfa framtaks á þess­ari veg­ferð. Ég held að ekki hafi getað feng­ist betri sam­starfsaðili í verk­efnið en und­ir­bún­ing­ur viðskipt­anna hef­ur sýnt mér að Umbreyt­ing sker sig úr öðrum inn­lend­um sjóðum við nálg­un fram­taks­verk­efna,“ seg­ir Hauk­ur Skúla­son fram­kvæmda­stjóri.