Heitur pottur

kr. 179.500

Heitir pottar Borgarplasts eru framleiddir úr Polyethylene. Heiti potturinn tekur 1.250 lítra af vatni og er fyrir um 4-5 fullorðna. Pottarnir eru fjörugráir, sandsteinsgráir, bláir eða grænir á lit.

Hitaveituskeljar framleiddar úr Polyethylene (PE) eru bæði álagssterkar og endingargóðar. Kostir þess að nota hitaveituskeljar úr PE eru ótvíræðir. Ekki kvarnast ytri húð af skelinni við högg frá þungum hlutum þar sem engin auka húð er á skelinni, auðvelt er að þrífa skelina, skelin þolir sólarálag vel og upplýsist því síður. Þar sem skelin er úr gegnheilu PE án sérstakrar húðunar er hún auðveld í allri vinnslu vilji fólk sérútbúa hana með stútum, ljósum og öðrum aukahlutum án þess eiga á hættu á því að breytingar skemmi skelina.

Þar sem hitaveituskelin er alfarið framleidd úr PE er hún 100% endurvinnanleg.

Heita pottinum fylgir ekki lok en hægt er að láta útbúa lok á pottinn hjá ýmsum framleiðsluaðilum á Íslandi.

Vörunúmer: 36000 Flokkar: ,

Tækniupplýsingar

Hér má finna leiðbeinandi öryggisupplýsingar fyrir umgengni um heita potta Borgarplast

Öryggisleiðbeiningar fyrir notkun heitra potta

Teikningar

Hér má finna tillöguuppdrátt að burðargrind, frágangi og efnislista fyrir hituveituskel Borgarplasts ásamt tillögum að frágangi fyrir pípulagnir og hitastýringu.

Teikningar og efnislisti fyrir burðargrind Leiðbeiningar fyrir pípulagnir og hitastýringu Málsetningar á heitum pott Borgarplast

Senda fyrirspurn um vöru