Salt- og sandkista

kr. 62.900

Salt- og sandkista Borgarplast er um 400 lítrar. Kistan er einbyrgð en lokin tvöföld. Ráðlegast er að setja hespur á Salt- og sandkisturnar og loka þeim þannig tryggilega til að hindra að lokin fjúki upp. Lokin leggjast alveg niður með bakhliðinni á kistunum sem kemur í veg fyrir að þau spennist af.
Kistan ætluð undir salt eða sand á hálar gangstéttar og vegi. Einnig nýtast þær vel sem geymsluílát til dæmis á leikskólum, íþróttavöllum, sundlaugum, við fjölbýlishús og víðar.
Salt- og sandkisturnar staflast hver ofan á aðra sem minnkar stórlega rúmmál bæði við flutning og geymslu. Kisturnar eru gular á lit og sjást því auðveldlega í umhverfinu.

Lýsing

 

Rúmmál (lítrar) Lengd (mm) Breidd (mm) Hæð (mm)
440 1400 770 760

 

Senda fyrirspurn um vöru