Skip to main content

Borgarplast hefur allt frá árinu 1971, eða í rúm 50 ár, framleitt EPS húsaeinangrun, oft kölluð frauðeinangrun eða einangrunarplast, fyrir sökkla, plötur, veggi og þök. Einnig framleiðum við ýmsar stærðir og gerðir EPS, s.s. vatnsbretti, gluggaþynnur og þaklista. Við tökum einnig að okkur sérskurð í hinar ýmsu stærðir. Einangrun framleidd af Borgarplast er CE merkt. Borgarplast á jafnan algengustu stærðir einangrunar á lager en sérskorna þakeinangrun þarf alltaf að panta sérstaklega.

Frauðplast (EPS) heldur lögun sinni upp að 1% samþjöppun. Sé lóð fjarlægt áður en samþjöppun nær þessu marki, endurlagar plastið sig í upphaflegt form. Samþjöppun umfram 1% veldur því að það verður varanleg bjögun í plastinu. Þetta ættu menn að íhuga vandlega þegar valið er einangrunarplast undir gólfplötur og þá sérstaklega undir gólfum iðnaðarhúsa og frystiklefa.

Full þanið EPS frauð er um 98% loft, innilokað í holrými, og hefur þar af leiðandi mjög góða einangrunareiginleika. Það gerir EPS að mjög frambærilegu einangrunarefni í byggingariðnaði og til nota í umbúðir sem þurfa að verja innihaldið annað hvort fyrir hita eða kulda.

Þó svo að einangrun EPS frauðplasts sé best við eðlisþyngd milli 35-45 kg/m² þá er algengast að nota einangrun með eðlisþyngd um 15-20 kg/m³. Þetta er gert vegna þess að spara má peninga með því að nota léttara frauð með lægra einangrunargildi en nota þá þykkari plötur í staðinn og ná þannig sömu heildareinangrun.

Sveim (diffusion) vatnsgufu og vatnsísog ( water absorption) er lítið.
Frauðplast leysist ekki upp í vatni og bólgnar ekki út við það að fara í vatn. EPS sogar nær ekkert vatn upp í sig, vegna þess að holrýmin í plastinu eru lokuð.

EPS hefur verið notað sem einangrun í byggingariðnaði í meira en 40 ár. Menn hafa komist að því, með því að skoða eldri byggingar, að EPS heldur sínum eiginleikum yfir svo langt tímabil. Þetta þýðir að EPS frauðplast er áreiðanlegt og endingargott efni fyrir byggingariðnað og annars staðar sem það á við. Lífverur geta ekki melt EPS frauð. Þess vegna er það ekki gróðrarstía fyrir sveppi og bakteríur.

Hafðu samband við frauðplastverksmiðju okkar í síma 561-2210 eða á tölvupósti til daniel@borgarplast.is eða magnea@borgarplast.is til að spyrjast fyrir um og panta EPS Frauðeinangrun.