Brunnur Ø 600 mm með 110/160 mm stútum
Brunnurinn er Ø 600 mm í þvermál og 1000 mm á hæð. Tvö 45° hliðarinntök, Ø 110 eða 160 mm, eru á hvorri hlið brunnsins og tvö 90°, Ø 110 eða Ø 160 mm. Gegnum brunninn er Ø 160 mm beint gegnumrennsli. Afrennsli er Ø 110 eða Ø 160 mm. Inntök og úttök brunnsins tengjast með skotmúffumm. Á brunninn passa framlengingar nr. 40183, hæð 500 mm og nr. 40185, hæð 1000 mm. Hægt er að fá brunninn bæði til notkunar undir þungaumferð (rauðbrúnn) en nú einnig léttari sem ekki er ætlaður fyrir þungaumferð (grænn – vörunúmer 40180L).
Séu brunnurinn eða framlengingar notaður fyrir þungaumferð skal nota steinsteypta járbenta brunnhringi og steypujárnskarma og lok. ATH að léttari brunnurinn, sá græni, er ekki ætlaður undir þungaumferð.