Fituskiljur

Sýnir allar 4 niðurstöður

Fitukiljur geta verið dýr búnaður þó oftar en ekki getur falist meiri kostnaður í því að koma þeim fyrir, þar sem þær eru grafnar niður og tengdar við fráveitukerfi. Því er mikilvægt að vanda til verka og velja viðeigandi útfærslu af fituskiljum hverju sinni og velja vottaðar fituskiljur sem standast ströngustu gæðakröfur. Borgarplast hefur um áratugabil verið leiðandi í framleiðslu á olíu-, fitu-, og fastefnaskiljum á Íslandi. Við skiljum því þarfir okkar viðskiptavina, í orðsins fyllstu merkingu. Sölumenn okkar og tæknimenn veita ráðgjöf og ráðleggingar þegar kemur að útfærslum og vali á réttum fituskiljum.