Kapalbrunnur, utan þungaumferðar
Kapalbrunnar eru notaðir sem tengibrunnar fyrir ýmsar kapallagnir í jörð, t.d. ljósleiðara, símalínur, rafmagnsstrengi o.fl. Við val á kapalbrunni þarf að taka tillit til væntanlegs álags á honum og eru efnismeiri brunnar notaðir þar sem álag er mikið. Staðlaður kapalbrunnur er 30 kg (vörunr:62455 og 62458). Litur á stöðluðum kapalbrunni til nota utan umferðar er grænn. Kapalbrunnur sem þolir 5500 kg heildarálag og uppfyllir kröfur reglugerðar 425/1995 um hámarksöxulþunga er 60 kg og rauðbrúnn (vörunr:62507).
Kapalbrunni er hægt að loka með Ø60 cm plastloki (vörunr. 62457), með brunnloki úr steinsteypu (vörunr. 90199) eða stáli loki (vörunr. 90300). Plastlokið má festa á brunninn með tveimur hespum. Ef brunnurinn er á svæði þar sem von er á bílaumferð þarf að nota steypujárnslok og karm auk járnbents steinsteypts brunnhrings sem steypujárnskarmurinn hvílir á.
Til að koma í veg fyrir missig vegna álags þurfa kapalbrunnarnir að hvíla á traustu þjöppuðu undirlagi. Að kapalbrunnunum á að koma sandur og grús sem verður að vera laus við oddhvassa steina. Ekki er hægt að setja brunnana niður þar sem grunnvatnshæð nær upp á brunninn og gæti lyft honum. Ekki er ráðlegt að setja brunnana niður þar sem jarðhiti er til staðar (plastið linast verulega við hita hærri en 50°C).