Sandfang 80 lítra

Sandfangið tekur um 80 lítra af jarðefnum. Sandfangið er með vatnslás sem lokar afrennslinu þegar það fyllist. Hægt er að tengja sandfangið við bæði Ø 110 og Ø 160 mm frárennslisrör. Sandfangið er hannað fyrir steypujárnsristar, 240 mm x 240 mm, með hólk sem gengur niður í sandfangið. Sandföngin frá Borgarplast þola umferð bifreiða. Fáanlegur járnbentur steinsteyptur hringur (vörunúmer: 90204) til að nota undir steypujárnskarm ristarinnar sé um þungaumferð að ræða.

Vörunúmer: 40215 Flokkar: ,

Senda fyrirspurn um vöru