Lýsing
Stærðir og mál
Utanmál | Innanmál | |
Hæð (mm) | 580 | 430 |
Breidd (mm) | 1030 | 960 |
Lengd (mm) | 1220 | 1160 |
Þyngd (kg) | 51 | |
Rúmmál (lítrar) | 430 |
460 PE einangrað ker frá Borgarplast er mest notað um borð í fiskiskipum undir ferskan, ísaðan fisk. Þar sem að dýpt kersins er aðeins 43 cm er lítill þrýstingur á fisknum og skilar það því mjög góðu hráefni. 460 PE kerið er með tappagöt á öllum fjórum hornum sem tryggir greiðara afrennsli fyrir bráðinn ís. 460 PE kerið er notað við flutninga á hráefni bæði með bílum og gámum. Einangrað lok er fáanlegt á 460 kerið.
460 PE einangrað kerið frá Borgarplast er aðgengilegt fyrir gólflyftara frá 2 hliðum og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið á handföngunum og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. 460 kerið er staflanlegt með 660 kerinu með og án loka.
460 PE einangraða kerið frá Borgarplast er bæði framleitt úr og einangrað með polyethylene (PE) og er því endurvinnanlegt. PE einangruð ker hafa minna einangrunargildi heldur en PUR einangruð ker, en þau eru burðarmeiri og sterkari.
Utanmál | Innanmál | |
Hæð (mm) | 580 | 430 |
Breidd (mm) | 1030 | 960 |
Lengd (mm) | 1220 | 1160 |
Þyngd (kg) | 51 | |
Rúmmál (lítrar) | 430 |
Senda fyrirspurn um vöru