300 PUR einangrað ker

300 PUR einangrað ker frá Borgarplast er fjölhæft ker með margþætt notkunarsvið og hentar vel þar sem pláss er takmarkað. 300 PUR einangraða kerið er mikið notað um borð í bátum undir ferskan, ísaðan fisk. Kerið er notað í fisk- og kjötvinnslum við vinnslu og geymslu hráefnis. Einangrað lok er fáanlegt á 300 kerið.

300 PUR einangrað kerið frá Borgarplast er aðgengilegt fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

300 kerið frá Borgarplast er framleitt úr polyethylene og einangrað með polyurethane (PUR) frauði, sem hefur hátt einangrunargildi og gefur kerinu styrk.

Vörunúmer: 20156 Flokkar: ,

Lýsing

Stærðir og mál

Utan mál Innanmál
Hæð (mm) 680 525
Breidd (mm) 710 660
Lengd (mm) 910 855
Þyngd (kg) 25,5
Rúmmál (lítrar) 255

 

Hlaða niður vörulista

Teikningar

*Teikningar*

Senda fyrirspurn um vöru