Almennt
Seljandi vöru er Borgarplast ehf og eiga þessir söluskilmálar við um tilboð og pantanir sem gerðar eru hjá Borgarplast ehf. Sérstök frávik eru eingöngu gild með skriflegu samþykki Borgarplasts.
Öll tilboð sem Borgarplast ehf gera að ósk viðskiptavina skal fara með sem trúnaðarmál. Öll samþykkt sölutilboð skulu vera samþykkt skriflega. Við samþykki tilboðs fer Pöntunarstaðfesting í ferli og skal viðskiptavinur fá eintak sent af Pöntunarstaðfestingu til samþykkis.
Öll tilboð eru gerð með fyrirvara um breytingar á gengisskráningu gjaldmiðla, innflutningsgjöldum, tollum, gjaldskráhækkunum eða öðrum þáttum verðlags og miðast ætíð við gengi þess dags sem vara er reikningsfærð. Tilboðsverð eru því með fyrirvara um ofangreindar forsendur.
Sérpantanir og sérframleiðsla
Þegar um sérpantanir eða sérframleiðslu er að ræða skal viðskiptavinur greiða 50% inn á pöntunina áður en pöntun fer í framleiðslu. Frávik frá þessu eru aðeins gerð með skriflegu samþykki Borgarplasts ehf. Innágreiðsla er ekki endurgreidd nema afpöntun sérframleiðslu komi með góðum fyrirvara og framleiðsla eða smíði sé ekki hafin.
Afturköllun pantana
Staðfestri pöntun má eingöngu breyta eða afturkalla með skriflegu samþykki Borgarplasts. Á það eingöngu við um almennar framleiðsluvörur Borgarplasts ehf.
Borgarplast ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörur án fyrirvara. Öll verð á vefsíðu Borgarplasts eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og verðbreytingar.
Borgarplast ehf geta neyðst til að afturkalla hvaða pöntun sem er eða breyta einhverjum þáttum hennar. Ástæður þess geta t.d. verið vegna skorts á vinnuafli eða hráefni, vegna flutningsaðila, verkfalla, vinnubanns, ófriðar, hamfara, lagasetninga eða annarra óviðráðanlegra atburða.
Afhending vöru
Pöntun telst fullkláruð þegar greiðsla hefur borist og varan er þá afhent viðskiptavini. Ef um reikningsviðskipti er að ræða þá gilda greiðsluskilmálar hvers viðskiptavinar fyrir sig.
Gallar og ábyrgð
Borgarplast ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst vegna galla eða bilunar vöru eða vegna notkunar á vörunni.
Sé varan gölluð ber Borgarplasti að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup. Borgarplast áskilur sér þann rétt að meta hvaða leið skal fara hverju sinni.
Greiðsluskilmálar
Allar vörur sem Borgarplast ehf selur eru seldar með eignarréttarfyrirvara. Borgarplast ehf heldur eignarrétti að hinu selda þar til andvirði þess er að fullu greitt. Skuldaviðurkenningar og greiðsla með ávísunum, greiðslukortum eða öðrum áþekkum greiðslumiðlum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full skil hafa verið gerð.
Komi til vanskila er Borgarplasti ehf heimilt að taka hina seldu vöru til baka með eða án fyrirvara með aðstoð sýslumanns gerist þess þörf og skal andvirði þess sem þannig gengur aftur til Borgarplasts ehf dragast frá skuld kaupanda þegar varan hefur verið endurseld að því marki sem að nemur endursöluverði að frádregnum kostnaði Borgarplasts ehf. Kaupandi skuldbindur sig til að upplýsa seljanda hvenær sem hann óskar hvar varan er niður komin. Reikningar gjaldfalla á útgáfudegi. Viðskiptamönnum ber að greiða reikning í samræmi við þá skilmála, sem á honum eru tilgreindir. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu þeir ógreiddir á eindaga.
Veittur er 20 daga skilaréttur við kaup á vöru frá Borgarplasti gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ekki er hægt að skila sérsmíði eða sérframleiðslu.
Persónuvernd
Borgarplast fer með allar upplýsingar kaupanda sem trúnaðargögn, engar persónuupplýsingar eru afhentar þriðja aðila nema þá í þeim tilgangi að ganga frá sölu og þjónustu við kaupanda.
Vafrakökur
Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e. cookies), til að bæta upplifun notenda. Þá eru vafrakökur notaðar til að greina umferð um vefinn, svo að við getum bætt notendaupplifunina á vefnum. Þessar vafrakökur eru einungis notaðar í tölfræðilegum tilgangi og notar Borgarplast þjónustur á borð við Google Analytics til að greina þessar upplýsingar. Ákveði notendur að neita þessum vafrakökum getum við ekki tryggt að upplifunin af vefnum verði sem skyldi.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi.