Vegatálmar VT 330

Vegatálmar Borgarplasts voru upprunalega hannaði í samstarfi við Vegagerðina með það að markmiði að stýra akandi, gangandi og hjólandi umferð og afmarka vinnu- eða samkomusvæði. Þeir hafa síðan sannað gildi sitt víða og eru notaðir á flugvöllum um allt land vegna þeirra mörgu kosta sem þeir hafa. Helstu kostir vegatálma Borgarplasts eru:

  • Hægt er að festa vegatálmana saman á endunum og má snúa þeim um 26° í læstri stöðu
  • Blikkljósum og ýmsum öðrum öryggis- og leiðbeiningarbúnaði er hægt að koma fyrir á vegatálmunum
  • Vegatálmarnir eru ekki ætlaðir sem árekstrarvör.
  • Vegatálmarnir eru léttir, meðfærilegir og vega aðeins 24 kg
  • Hægt er að þyngja vegatálmana með því að setja í þá vatn og ef þeir eru ekki fylltir alveg af vatni þarf ekki að hafa áhyggjur þó vatnið frjósi
  • Vegatálmarnir eru með tappa neðst sem auðveldar tæmingu á þeim
  • Stafla má vegatálmunum saman þannig að þeir taki minna pláss í geymslu
  • Vegatálmarnir þola mikið hnjask og eru auðveldir í viðgerðum ef eitthvað gerist
  • Hægt er að fá vegatálmana í mörgum mismunandi litum
  • Vegatálmarnir eru úr 100% Polyethylene og því 100% endurvinnanlegir

Vegatálmar Borgarplasts fá hæstu meðmæli frá þeim sem hafa unnið með þá:

„Við erum búin að prófa ýmsar útgáfur af plast börðum og það verður að segjast að barðarnir frá ykkur eru „Rollsinn“ í þessu. Þeir hafa verið notaðir á Keflavíkurflugvelli í mörg ár með mjög góðum árangri. Þeir standast allar alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru um svona barða á alþjóðaflugvöllum. Við fyllum þá til hálfs með vatni og þá þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur af því þó vatnið frjósi í þeim. Þeir eru sterkir og endingargóðir og hafa eins og ég segi reynst ótrúlega vel á Keflavíkurflugvelli og víðar. Fyrir utan hversu lengi þeir endast og hversu mikið hnjask þeir þola þá er auðvelt að gera við þá og þið hafið verið snöggir að græja það fyrir okkur sem við getum ekki sjálf gert við. Ekki skemmir svo fyrir að þeir eru 100% endurvinnanlegir.“

– Kári V Rúnarsson, Jarðvinnuverkstjóri, Íslenskir Aðalverktakar

Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar strax í dag.

Lýsing

Vörunr. Lýsing Lengd (mm) Breidd (mm) Hæð (mm) Þyngd (kg) Rúmmál (lítrar)
61200 Vegatálmi VT 330 Rauður 1490 510 810 24 330
61201 Vegatálmi VT 330 Hvítur 1490 510 810 24 330

 

Senda fyrirspurn um vöru