Vegatálmar VT 330

Vegatálmar Borgarplast eru fáanlegir í rauðum og hvítum lit. Vegatálmarnir eru léttir, meðfærilegir og vega aðeins 24 kg. Hægt er að þyngja vegatálmana með því að setja í þá vatn. Blanda má salti í vatnið til þess að koma í veg fyrir að það frjósi. Vegatálmarnir eru með tappa neðst sem auðveldar tæmingu á þeim. Stafla má vegatálmunum saman þannig að þeir taki minna pláss í geymslu.

Vegatálmarnir eru m.a. heppilegir til að stýra akandi, gangandi og hjólandi umferð og afmarka vinnu- eða samkomusvæði. Hægt er að festa vegatálmana saman á endunum og má snúa þeim um 26° í læstri stöðu. Blikkljósum og ýmsum öðrum öryggis- og leiðbeiningarbúnaði er hægt að koma fyrir á vegatálmunum. Vegatálmar Borgarplasts eru ekki ætlaðir sem árekstrarvörn.

Lýsing

Vörunr. Lýsing Lengd (mm) Breidd (mm) Hæð (mm) Þyngd (kg) Rúmmál (lítrar)
61200 Vegatálmi VT 330 Rauður 1490 510 810 24 330
61201 Vegatálmi VT 330 Hvítur 1490 510 810 24 330

 

Senda fyrirspurn um vöru