Engir hlutir ķ lista
 
 
 
 

Hśskarlinn, óeinangraš ķlįt 63300

Prenta

Vörulżsing

Einfalt (einbyrðungur) óeinangrað jarðgerðarílát.
Þetta  Jarðgerðarílát er einbyrðungur, nema lokið, og ódýrasta útfærslan af jarðgerðarílátum Borgarplasts. Rúmmál er 440 lítrar. Lokið er tvöfalt með kyrrstæðu lofti milli byrða en loftið virkar sem einangrun.
Þessi gerð jarðgerðaríláta tapar varma hratt og því tekur jarðgerðin langan tíma. Við bestu aðstæður og umhirðu má reikna með að jarðgerðin taki allt að 18-20 vikur. Eðlilegt er þó að gera ráð fyrir að jarðgerð taki allt að 3 árum við íslenskar aðstæður. Jarðgerðarílátið hentar vel fyrir garðaúrgang.
Byrðið eru úr 6- 7 mm Polyethylene. Varmaleiðnistuðull* er um3,74
W/m2 °C. (Varmaleiðnistuðull (k-gildi) er eðlisfræðileg stærð sem gefur hugmynd um hve mikill varmi tapist á ákveðnu flatarmáli. Stundum kallaður kólnunartala).
Húskarlinn getur hentað mjög vel innanhúss þar sem ekki frýs.

Hægt er að setja hitamæli á ílátið (sjá mynd) og fylgjast þannig með hitanum.

Stęršir og mįl

Rśmmįl (lķtrar) Lengd (mm) Breidd (mm) Hęš (mm)
440 840 810 1090