Vorið er tíminn sem hugað er að rotþróm og við í Borgarplasti bjóðum upp á sérstaka tilboðspakka á algengustu stærðum af rotþróm, 2300 lítra, 2800 lítra og 3200 lítra. Tilboðspakkinn inniheldur rotþróna sjálfa, 3 x útloftunarstúta og siturlagnasett sem hæfir stærð rotþróarinnar. Siturlagnasettið er með samtals 20 metrum af siturrörum sem sérstaklega eru hönnuð og boruð sem siturrör, tengingar, beygjur, útloftunarrör og hatta á þau ásamt jarðvegsdúk. Pakkinn inniheldur í rauninni allt sem þarf frá rotþrónni og út frá henni.
Rotþrær Borgarplasts hafa þann kost að vera langar og mjóar og ástæðan fyrir því er tvíþætt. Annars vegar er betra að vera með langa þró því þá fá föstu efnin lengri tíma til að skilja sig frá vatninu. Hins vegar þarf að grafa grynnra stæði fyrir langa og mjóa rotþró og þar sem víða á Íslandi er stutt niður í grunnvatn eða klappir. Ef hins vegar aðstæður kalla á stutta og feita rotþró þá getum við sérsmíðað svoleiðis grip fyrir þig.
Tilboðspakkar á rotþróm
2300 lítra rotþróarpakki kr. 309.900
2800 lítra rotþróarpakki kr. 325.900
3200 lítra rotþróarpakki kr 359.900
Eigum allar þessar stærðir á lager!
Við aðstoðum við val á réttri stærð en hægt er að lesa allt um hvernig skal ákveðið með stærð útfrá íbúðagildi hússins sem rotþróin er við í upplýsingaskjalinu okkar HÉR.
Hafið samband við sölumenn okkar í dag og við aðstoðum við að velja réttu rotþróna.