fbpx Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Saltkistur fyrir hállku

Bætt þjónusta hjá Borgarplasti

Eftir Fréttir

Nú er kominn vetur með öllu tilheyrandi og vissara að vera við öllu búin fyrr en seinna. Frá árinu 1987 höfum við framleitt salt- og sandkistur sem finna má við bílastæði, götur og gangstéttar víða um land.

Hægt er að skoða frekari upplýsingar um kisturnar hér:

https://borgarplast.is/salt-og-sandkistur/salt-og-sandkista/

Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á þá nýjung að koma og kaupa saltkistu og fá saltið í hana hjá okkur líka. Við ákváðum að bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar þannig að þeir þurfi ekki að leita lengra til að fá saltið í kisturnar, allt til hjá okkur. Við getum líka útbúið lokunarbúnað (hespur) á lokið til að minnka líkur á því að lokin fjúki upp í vetrarveðrum.

Þau fyrirtæki, einstaklingar og húsfélög sem nú þegar eru svo heppin að eiga saltkistur frá okkur geta líka komið með kisturnar og fyllt á þær fyrir veturinn gegn vægu gjaldi.

Ekki bíða eftir hálkunni og snjónum með að festa kaup á saltkistum fyrir bílastæðið, planið, göngustíginn eða hvar sem gangandi vegfarendur fara um. Vertu á undan og vertu tilbúin/n.

Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 561-2211 eða á borgarplast@borgarplast.is til að ná þér í saltkistu fulla af salti fyrir veturinn.

Eldur í geymslu við verksmiðju Borgarplasts

Eftir Fréttir

Eins og fram hefur komið í fréttum braust út eldur í geymslu við verksmiðju Borgarplasts að Ásbrú í Reykjanesbæ í gær. Verksmiðjan að Ásbrú framleiðir eingöngu einangrun og kassa úr frauðplasti.

Slökkvilið var kallað út og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Sem betur fer sakaði engan en ljóst er að eitthvað eignatjón hefur orðið. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Borgarplasti sem send var okkar föstu viðskiptavinum.

Tilkynning til viðskiptavina

Kæri viðskiptavinur,

Eins og þú hefur kannski séð í fréttum eða frétt af þá kviknaði eldur í geymsluhúsnæði sem stendur við hlið verksmiðju okkar í gær.  Greiðlega gekk að slökkva eldinn og allir sluppu ómeiddir og um óverulegt tjón er að ræða.  Óhjákvæmilega barst smávægilegur reykur inn í verksmiðjuna en var hún strax reykræst og gekk það vel þar sem við erum með mjög öflugan loftræstibúnað í verksmiðjunni.

Eins og þið vitið er frágangurinn á pallettunum frá okkur þannig að kössunum er staflað þannig að þeir eru lokaðir á pallettunum og svo eru allar pallettur vel plastaðar með lokun bæði á toppi og botni einnig. Við höfum núna í morgunsárið tekið prufur og höfum ekki fundið neina lykt innan úr kössum sem voru á lager en við viljum upplýsa ykkur um þetta og biðja ykkur um að vera á varðbergi ef þið finnið lykt af einhverjum kössum frá okkur þá tökum við þá að sjálfsögðu tilbaka.

Með von um skilning og áframhaldandi gott samstarf,

Starfsfólk Borgarplasts

Ný vél sem endurvinnur plast afskurð tekin í notkun

Eftir Fréttir

Umræðan um plastmengun hefur verið hávær undanfarin ár og við sem störfum hjá Borgarplasti höfum ekki farið varhluta af því. Við erum ítrekað spurð af vinum og ættingjum hvort okkar bransi sé ekki mengandi og þá erum við einnig spurð að því hvernig sé að vinna hjá fyrirtæki í plastiðnaði. Við viljum með þessari grein aðeins ítreka þau svör sem við gefum við þessum spurningum.

Borgarplast – Íslenskt fyrirtæki í yfir hálfa öld

Borgarplast var stofnað árið 1971 og rekur tvær verksmiðjur á Íslandi. Borgarplast hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun eða í rúmt 51 ár og hefur fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir umhverfisvernd. Í verksmiðjunni okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ framleiðum við hinar ýmsu vörur úr Polyethylene (PE)  sem er sterkt og endingargott plastefni.

Olíuskilja í smíðum

Við framleiðum sem dæmi olíuskiljur sem nú eru skylda að hafa við öll atvinnu og iðnaðarsvæði. Olíuskilja er grafin í jörð og tekur við affallsvatni sem mögulega er smitað af olíu af einhverju tagi. Ef við tökum dæmi af stóru bílastæði er líklegt að það leki olía úr bílum sem þar leggja. Þegar rignir blandast olían við rigningarvatn sem fellur á bílastæðið og fer í niðurfallið á bílastæðinu. Olíublandað vatnið fer svo í olíuskiljuna og flýtur ofan á vatninu. Vatnið fer síðan í gegnum ferli í olíuskiljunni og er skilið frá olíunni sem verður eftir í skiljunni en hreint vatn rennur svo úr skiljunni og áfram í fráveitukerfið og þaðan út í umhverfið. Svo er vöktunarbúnaður í skiljunni sem lætur vita þegar skiljan er full, olíunni er þá dælt upp og fargað á umhverfisvænan hátt.

Við framleiðum líka rotþrær, fitu- og sandskiljur ásamt ýmsum öðrum  fráveituvörum. Það sem PE hefur fram yfir mörg önnur efni er hversu létt það er en á sama tíma sterkt og endingargott. Svona tankar endast í tugi, ef ekki hundruð ára og menga ekki út frá sér og það hversu léttir þeir eru miðað við önnur efni hefur margvíslega umhverfisvæna kosti í för með sér.

Endurunnið plastduft kemur úr vélinni

Fyrr á þessu ári tókum við í notkun vél sem malar niður allan  afskurð sem fellur til við framleiðsluna hjá okkur. Vélin malar efnið niður í duft sem við notum síðan til að framleiða vörurnar okkar. Undanfarið höfum við notað endurunna efnið í hinar ýmsu vörur með mjög góðum árangri. Við höfum til dæmis notað afskurð af heitum pottum til að steypa fiskiker sem við höfum  selt sem kalda potta.

Það sem við fáum út úr þessu er að við þurfum að flytja inn minna magn af hráefni og þannig dregið úr innflutningi plasts. Við höfum líka dregið verulega úr úrgangi frá verksmiðjunni okkar og förgun á afgangs plastefni. Með þessum hætti framleiðum við umhverfisvænni vörur.

Hér má sjá myndband sem sýnir ferlið: https://youtu.be/gMURE93dbNw 

Frauðplast

Í verksmiðju okkar að Ásbrú í Reykjanesbæ framleiðum við kassa og einangrun úr Expandable polystyrene (EPS) sem flestir þekkja sem frauðplast. Kassarnir eru notaðir til að halda kælingu á ferskum fiski sem fluttur er úr landi hvort sem er með flugi eða skipum. Íslenskar sjávarafurðir eru mjög mikilvæg útflutningsvara sem er þekkt víða um heim sem gæðavara og vegna þessa eru frauðkassarnir besta lausnin við að halda ferskleika og gæðum sjávarafurða við útflutning. Kolefnisfótspor þess að fiskur skemmist í flutningi er umtalsvert meira en framleiðslan á kössunum en þeir fara svo í endurvinnslu erlendis þegar búið er að nota þá við flutning.

Einangrunin er svo notuð í húsabyggingar til að halda hita á húsum Íslendinga og sparar þannig orkunotkun við að hita upp hús um vetur og í köldum veðrum. Borgarplast er í samstarfi við Sorpu um að taka á móti og endurnýta EPS sem skilað er til Sorpu. Sem dæmi þegar keypt er ný þvottavél eða nýtt sjónvarp þá er vörunum oftar en ekki pakkað í EPS til að verja vörurnar hnjaski. Almenningur skilar svo þessu EPS til Sorpu og við sækjum það þangað, kurlum það niður í þar til gerðri vél og notum að hluta til í einangrunarplast. Þannig að innflutt EPS er endurnýtt og komið fyrir í veggjum, loftum og gólfplötum húsa á Íslandi. Þannig náum við að viðhalda hringrásarhagkerfinu og plastið er bundið í húsunum í tugi eða hundruð ára. Hægt er að skoða myndband sem gert var um þetta ferli á Youtube með því að smella hér: https://www.youtube.com/watch?v=ZS-MdISkPWc

Umhverfisvernd er maraþon

Við gerum því allt sem við getum til að huga að umhverfinu og þó við séum að framleiða vörur út plasti þá erum við ávallt að huga að umhverfinu og leggja okkar af mörkum við að gera það á sem umhverfisvænastan hátt og huga að hringrásarhagkerfinu. Umhverfisvernd er stöðug barátta en í þessu gerir margt smátt eitt stórt. Við erum stolt af því að starfa hjá fyrirtæki sem er umhugað um umhverfið og svörum öllum svona spurningum með bros á vör.

Frostið er að koma!

Eftir Fréttir

Veðurspáin er á þá leið að nú fer að kólna hressilega með tilheyrandi vandamálum eins og hálku. Borgarplast framleiðir salt-og sandkistur sem henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður enda hannaðar og framleiddar á Íslandi. Kistan tekur um 400 lítra svo hægt er að setja vel af salti eða sandi í hana svo alltaf sé hægt að bregðast við þegar snöggkólnar og hálka myndast á gangstéttum og bílastæðum.

Kistan sjálf er einbyrgð en lokin eru tvöföld, opnast alla leið niður og leggjast niður með bakhliðinni svo þau spennist ekki af ef vinhviða feykir þeim upp eða annað óhapp á sér stað. Kisturnar staflast hver ofan á aðra svo þær taka lítið pláss ef fyrirtæki vilja eiga í magni til að geta brugðist hratt við.

Við eigum alltaf til salt-og sandkistur á lager svo einfalt mál er að rúlla við og sækja kistu eða heyra í okkur í síma 561-2211 eða með því að senda okkur tölvupóst.

Hausttilboð á heitum pottum – Aðeins 269.900 kr.

Eftir Fréttir, Tilboð

Haustið er komið og við erum í stuði eins og alltaf. Við ætlum að bjóða upp á hausttilboð á heitum pottum með loki á aðeins 269.900 kr. Fullt verð er 329.800 svo þetta er ríflegur afsláttur.

Potturinn okkar er hringlaga, tekur 1.250 lítra og hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru með hitaveitu og vilja ekki flækja lífið með of flóknum búnaði. Lokið er svo sérsmíðað á Íslandi fyrir skelina okkar. Allt saman íslensk framleiðsla.

Hægt er að lesa meira um hausttilboðið okkar hér:

Heitir Pottar

Hafið samband við okkur í síma 561 2211, kíkið á okkur að Völuteig 31 í Mosfellsbæ eða hafið samband HÉR

Borgarplast á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll

Eftir Fréttir

Borgarplast verður að sjálfsögðu með bás á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 21. – 23. september n.k. Borgarplast hefur um árabil staðið vörð um gæði og ferskleika íslensks sjávarfangs og hefur verið leiðandi í framleiðslu á frauðplastkössum til útflutnings á ferskum fiski sem og einangruðum fiskikerjum.

Sýningin er opin sem hér segir:

Miðvikudagur 21. september frá 14:00 – 19:00

Fimmtudagur 22. september frá 10:00 – 18:00

Föstudagur 23. september frá 10:00 – 18:00

Kíkið á básinn okkar í Laugardalshöll 21. – 23. september og skoðið vörurnar okkar.

Vörukynning – EPS Húseinangrun

Eftir Fréttir

Borgarplast hefur allt frá árinu 1971, eða í rúm 50 ár, framleitt EPS húsaeinangrun, oft kölluð frauðeinangrun eða einangrunarplast, fyrir sökkla, plötur, veggi og þök. Einnig framleiðum við ýmsar stærðir og gerðir EPS, s.s. vatnsbretti, gluggaþynnur og þaklista. Við tökum einnig að okkur sérskurð í hinar ýmsu stærðir. Einangrun framleidd af Borgarplast er CE merkt. Borgarplast á jafnan algengustu stærðir einangrunar á lager en sérskorna þakeinangrun þarf alltaf að panta sérstaklega.

Frauðplast (EPS) heldur lögun sinni upp að 1% samþjöppun. Sé lóð fjarlægt áður en samþjöppun nær þessu marki, endurlagar plastið sig í upphaflegt form. Samþjöppun umfram 1% veldur því að það verður varanleg bjögun í plastinu. Þetta ættu menn að íhuga vandlega þegar valið er einangrunarplast undir gólfplötur og þá sérstaklega undir gólfum iðnaðarhúsa og frystiklefa.

Full þanið EPS frauð er um 98% loft, innilokað í holrými, og hefur þar af leiðandi mjög góða einangrunareiginleika. Það gerir EPS að mjög frambærilegu einangrunarefni í byggingariðnaði og til nota í umbúðir sem þurfa að verja innihaldið annað hvort fyrir hita eða kulda.

Þó svo að einangrun EPS frauðplasts sé best við eðlisþyngd milli 35-45 kg/m² þá er algengast að nota einangrun með eðlisþyngd um 15-20 kg/m³. Þetta er gert vegna þess að spara má peninga með því að nota léttara frauð með lægra einangrunargildi en nota þá þykkari plötur í staðinn og ná þannig sömu heildareinangrun.

Sveim (diffusion) vatnsgufu og vatnsísog ( water absorption) er lítið.
Frauðplast leysist ekki upp í vatni og bólgnar ekki út við það að fara í vatn. EPS sogar nær ekkert vatn upp í sig, vegna þess að holrýmin í plastinu eru lokuð.

EPS hefur verið notað sem einangrun í byggingariðnaði í meira en 40 ár. Menn hafa komist að því, með því að skoða eldri byggingar, að EPS heldur sínum eiginleikum yfir svo langt tímabil. Þetta þýðir að EPS frauðplast er áreiðanlegt og endingargott efni fyrir byggingariðnað og annars staðar sem það á við. Lífverur geta ekki melt EPS frauð. Þess vegna er það ekki gróðrarstía fyrir sveppi og bakteríur.

Hafðu samband við frauðplastverksmiðju okkar í síma 561-2210 eða á tölvupósti til daniel@borgarplast.is eða magnea@borgarplast.is til að spyrjast fyrir um og panta EPS Frauðeinangrun.

Vegatálmar Borgarplasts með blikkljósi

Vegatálmar Borgarplasts

Eftir Fréttir

Vegatálmar notaðir til að stýra umferð í Garðabæ.Vegatálmar Borgarplasts eru fáanlegir í rauðum og hvítum lit. Vegatálmarnir eru léttir, meðfærilegir og vega aðeins 24 kg tómir en hægt er að þyngja þá með því að setja í þá vatn. Blanda má salti í vatnið til þess að koma í veg fyrir að það frjósi á veturna. Vegatálmarnir eru með tappa neðst sem auðveldar tæmingu á þeim og svo er hægt að stafla þeim saman þannig að þeir taki minna pláss í geymslu.

Vegatálmarnir eru m.a. heppilegir til að stýra akandi, gangandi og hjólandi umferð og afmarka vinnu- eða samkomusvæði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig þeir eru notaðir til að stýra umferð um athafnasvæði í Garðabæ.

Hægt er að festa vegatálmana saman á endunum og má snúa þeim um 26° í læstri stöðu. Blikkljósum og ýmsum öðrum öryggis- og leiðbeiningarbúnaði er hægt að koma fyrir á vegatálmunum.

Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 561-2211 eða á borgarplast@borgarplast.is

https://borgarplast.is/vegatalmar/vegatalmar-vt-330/

Keilur og fleira fyrir byggingar

Eftir Fréttir

Þetta er keila!

Þessi rauði litur þýðir að þessi keila er ætluð undir þungaumferð. Hún er 30 kíló af Polyethylene. Keilan er 1000mm í þvermál á botninn en 600mm á toppnum svo það má eiginlega segja að þetta sé „þrenging“. Keilan er sett ofan á t.d. brunna sem eru 1000mm í þvermál og svo er einhvers konar lok sett ofan á það. Yfirleitt myndi vera settur steyptur brunnhringur þarna ofan á og svo einhvers konar járnlok sem þolir að það sé keyrt yfir það.

Við framleiðum keilur, brunna, deilibrunna, vatnslásabrunna, kapalbrunna, lindarbrunna og ýmislegt fleira í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Við þjónustum pípulagningaverktaka með þessar vörur og höfum fengið mikið lof fyrir gæði og góða þjónustu. Við erum jú góð í plasti!

Kaldur pottur

Kaldur Pottur

Eftir Fréttir

Kaldur potturVið höfum í gegnum tíðina fengið mikið af fyrirspurnum um kalda potta og þá sérstaklega að nota fiskiker sem kalda potta. Flestir kannast við að hafa séð fiskiker við sundlaugar landsins og sem dæmi má nefna að í Sundlauginni á Blönduósi er blátt 700 ker frá okkur notað sem kaldur pottur.

Nýverið þá prófuðum við að steypa fiskiker úr sama efni og vinsælustu heitu pottarnir okkar og það kom svona líka vel út og vakti mikla athygli. Við seldum það ker nánast strax og voru margir sem vildu festa kaup á slíku. Þegar tækifæri gafst til í framleiðslunni þá steyptum við fleiri svona ker og nú bjóðum við til sölu með stolti. Tæknilegar upplýsingar um kerið má finna hér:

https://borgarplast.is/sjavarutvegur/700-pur-einangrad-ker/

Kerið er semsagt einangrað með Polyurethan sem heldur kulda betur en venjulegur pottur en ytra byrðið er úr sama sterka Polyethylene plasti og til dæmis heitu pottarnir okkar. Við vildum aðeins laga til útlitið og ákváðum þess vegna að steypa úr sama efni svo það tóni við heitu pottana okkar.

Við framleiddum líka einangrað lok sem smellpassar á pottinn og seljum saman kaldan pott með loki á aðeins 119.900 kr.

Smelltu hér til að hafa samband og panta kaldan pott með loki eða kíktu við í verslun okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ til að skoða