Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Minning

Eftir Fréttir, Minning

Guðni Þórðarson

Guðni Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgarplast lést þann 18. maí síðastliðinn í Reykjavík. Hann stofnaði Borgarplast í Borgarnesi árið 1971 ásamt sex öðrum Borgfirðingum og var í forsvari fyrir félagið sleitulaust frá 1971 til 2018. Í byrjun einbeitti Borgarplast sér að framleiðslu á húsaeinangrun en árið 1983 hóf það framleiðslu á hverfisteyptum fiskikörum á höfuðborgarsvæðinu sem flestir tengja félagið við í dag. Þannig var Guðni sannur frumkvöðull að mikilvægum nýjungum í sjávarútvegi sem lögðu grunninn að aukinni tæknivæðingu og bættri meðhöndlun sjávarfangs með einangruðum fiskikörum.

Guðni, sem var fæddur á Akranesi árið 1939, lærði byggingartæknifræði í Danmörku og lagði metnað sinn í að vanda til hönnunar og að tryggja að framleiðsla félagsins væri með því besta sem gerðist á markaði. Samhliða framleiðslu á fiskikörum var byggð upp framleiðsla á fráveitulausnum af ýmsu tagi auk þess sem frameiðsla á húsaeinangrun var útvikkuð yfir í frauðkassa fyrir fiskútflutning.

Þannig lagði Guðni grunn að öflugum rekstri Borgarpalasts en félagið mun fagna hálfrar aldar afmæli á næsta ári. Eiginkona Guðna var Sjöfn Guðmundsdóttir sem lifir mann sinn en hún starfaði náið með honum um árabil hjá Borgarplast.

Starfsfólk Borgarplasts sendir Sjöfn og dætrum þeirra þriggja og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur vegna andláts Guðna.

F.h. Borgarplasts hf,
Guðbrandur Sigurðsson, frkv.stj.

PUR ker á tilboði

Eftir Fréttir, Tilboð

Byggingariðnaður, strandveiði- og smábátaeigendur:

PUR ker á tilboði meðan birgðir endast, tvær stærðir:

350 PUR einangruð ker með gölluð tappagöt:

Kerin eru gölluð tappagöt, þannig að ekki er hægt að setja tappa í þau eða þá þeir halda ekki 100%. Þessi ker gætu hentað smábátaeigendum, strandveiðum og byggingariðnaði. Grunnstærð kerjanna er 76 x 92 cm. Þessi ker eru aðgengileg fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

600 PUR einangruð ker með galla í litun:

Kerin eru galla í litun þannig að það er ekki hægt að nota þau í matvælaiðnaði. Þessi ker gætu hentað fyrir byggingariðnað og annan grófari iðnað. Grunnstærð kersins er 100 x 120 cm og fellur þar með undir svokallaða iðnaðarstærð samkvæmt alþjóðlega flutningastaðlinum ISO 6780. Einangrað lok er fáanlegt á 600 kerið. Þessi ker eru aðgengileg fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

Bæði kerin eru framleidd hjá Borgarplast úr polyethylene og einangrað með polyurethane (PUR) frauði, sem hefur hátt einangrunargildi og gefur kerjunum styrk.

Höfuðstöðvar Borgarplast

Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja sameinast undir nafni Borgarplast hf.

Eftir Fréttir

Nú um áramótin verða stór tímamót þegar Plastgerð Suðurnesja (PS) í Reykjanesbæ mun sameinast Borgarplast hf., undir merkjum Borgarplast hf. PS á sér langa sögu en frá árinu 1965 hefur félagið framleitt húsaeinangrun og frá árinu 1969 hefur félagið framleitt kassa undir útflutning á ferskum fisk.

Sameining félaganna kemur til framkvæmda nú um áramótin. Þrátt fyrir þessar breytingar munu viðskiptavinir Borgarplast, aðrir en fyrrum viðskiptavinir PS, ekki finna fyrir neinum breytingum á þjónustu eða samskiptum við okkur, aðrar en þær að vöruframboð Borgarplast í frauðkössum mun aukast umtalsvert. Verksmiðja Borgarplast í Reykjanesbæ verður áfram rekin með óbreyttu sniði næstu mánuði og munu fyrrum stjórnendur PS áfram sjá um daglegan rekstur verksmiðjunnar.

Síðar á þessu árinu mun öll frauðframleiðsla félagsins verða sameinuð í nýju húsnæði að Grænásbraut í Reykjanesbæ. Nýtt húsnæði mun gefa félaginu færi á því að bæta framleiðsluferla sína, auka við sjálfvirkni og stórbæta vöruframboð og lausnir. Þessum breytingum er ætlað að bæta getu okkar til að veita viðskiptavinum okkar áfram framúrskarandi þjónustu og vörur á hagstæðum kjörum, sem er okkur mikið kappsmál.

Höfuðstöðvar Borgarplast

Eigendabreytingar á Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja

Eftir Fréttir

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing hef­ur fest kaup á fyr­ir­tækj­un­um Borgarplasti hf. og Plast­gerð Suður­nesja ehf.

Eft­ir kaup­in mun Umbreyt­ing eiga 78% í sam­einuðu fyr­ir­tæki en aðrir hlut­haf­ar verða Hauk­ur Skúla­son, sem verður fram­kvæmda­stjóri og Sig­ur­geir Rún­ar Jó­hanns­son auk þess sem nú­ver­andi eig­end­ur Plast­gerðar Suður­nesja munu áfram verða í hlut­hafa­hópn­um.

Borgarplast er leiðandi í hverf­is­mótafram­leiðslu fyr­ir inn­an­lands­markað og bæði fé­lög­in fram­leiða vör­ur úr frauði, húsa­ein­angr­un og frauðkassa til út­flutn­ings á fersk­um fiskaf­urðum og öðrum mat­væl­um.

„Mark­mið Umbreyt­ing­ar er að vera öfl­ug­ur bak­hjarl fyr­ir­tækja og stjórn­enda þeirra. Áhersla verður lögð á að fjár­festa í fyr­ir­tækj­um sem búa yfir góðu og sann­reyndu viðskipta­mód­eli og að stjórn­end­ur hafi ár­ang­urs­miðað hug­ar­far. Stefna Umbreyt­ing­ar er að skila fyr­ir­tækj­um af sér í betra ástandi en þegar þau voru keypt og þannig skilja eft­ir sig já­kvæð fót­spor í ís­lensku at­vinnu­lífi. Verk­efnið er krefj­andi og fel­ur í sér umbreyt­ingu á rekstri og efna­hag sam­einaðs fé­lags. Fé­lög­in eru hins veg­ar rót­gró­in og rekst­ur þeirra traust­ur. Við hlökk­um til sam­starfs­ins við nýja lyk­il­stjórn­end­ur og meðeig­end­ur okk­ar og mun­um styðja fé­lagið til frek­ari vaxt­ar,” er haft eft­ir Gunn­ari Páli Tryggva­syni, fram­kvæmd­ar­stjóri Alfa Framtaks, rekstraraðila Umbreytingar.

„Verk­efnið er spenn­andi og sjá­um við mörg tæki­færi til að sinna viðskipta­vin­um bet­ur, nýj­um og nú­ver­andi. Við mun­um sam­eina rekst­ur fé­lag­anna fljót­lega og styrkja þau til vaxt­ar, inn­an­lands og er­lend­is, auk þess sem við mun­um fjár­festa í nýj­um vél­um og búnaði og ná þannig fram frek­ari hagræðingu í fram­leiðslu. Ég hlakka til að vinna með Alfa framtaks á þess­ari veg­ferð. Ég held að ekki hafi getað feng­ist betri sam­starfsaðili í verk­efnið en und­ir­bún­ing­ur viðskipt­anna hef­ur sýnt mér að Umbreyt­ing sker sig úr öðrum inn­lend­um sjóðum við nálg­un fram­taks­verk­efna,“ seg­ir Hauk­ur Skúla­son fram­kvæmda­stjóri.

Lawrence Weiner notar Borgarplast ker til listsköpunar

Eftir Fréttir

Lawrence Weiner, einn af þekktustu myndlistarmönnum Bandaríkjanna, í samvinnu við i8 Gallerí og Borgarplast setti upp sýninguna Along the Shore (Fram með Ströndinni) í Reykjavík í október sl.

Sýningin saman stóð af tíu skærgulum fiskikörum frá Borgarplast sem voru áletruð og árituð af listamanninum og sýnd í i8 Gallerí. Auk þess voru framleidd fimmtíu sérmerkt ker fyrir Umbúðamiðlun sem fóru í almenn notkun og munu því verða notuð af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum næstu árin.

 

Grein sem birtist í Rotoworld um verkefnið