Kaldur Pottur

kr. 99.900

Kaldir Pottar Borgarplasts eru í raun fiskiker sem búið er að steypa úr endurunnu pottaefni. Við framleiðslu á heitum pottum fellur til afskurður af pottunum. Við vinnum þennan afskurð upp á nýtt og notum til að steypa köldu pottana.

Kerin eru framleidd úr Polyethylene (PE) sem er bæði álagssterkt og endingargott. Kostir þess að nota fiskiker úr PE eru ótvíræðir. Ekki kvarnast ytri húð kersins við högg frá þungum hlutum þar sem engin auka húð er á kerinu, auðvelt er að þrífa kerið, það þolir sólarálag vel og upplýsist því síður. Kerin taka 630 lítra af vatni og eru fjörugrá á lit. Kerin standa sjálf og því er ekki nauðsynlegt að smíða grind utan um þau en einfalt mál að gera slíkt ef hver og einn vill. Einfalt er að setja upp pípulagnir til og frá kerinu en að sama skapi er einfalt að leyfa kerinu að vera frístandandi og einfaldlega fylla með garðslöngu. Svo má einnig tæma kerið alveg og nota sem geymslu í garðinum.

Kerið kemur með einangruðu loki úr sama efni.

Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Lýsing

Stærðir og mál

Utan mál Innanmál
Hæð (mm) 750 590
Breidd (mm) 1030 960
Lengd (mm) 1220 1150
Þyngd (kg) 51
Rúmmál (lítrar) 630

 

Tækniupplýsingar

Góð ráð varðandi kalda pottinn:

  • Ekki má gera göt í kerið því þá getur raki komist í einangrun sem getur myglað.
  • Ef óhapp verður og kerið skemmist hafið samband við okkur og komið með kerið í viðgerð til okkar.
  • Ef geyma á vatn í kerinu allt árið um kring er ráðlegt að setja salt í vatnið ef spáð er mjög miklu frosti.
  • Einangrun er það öflug að hún á að koma í veg fyrir að vatnið frjósi í kerinu en ef um langan og mikinn frostakafla er að ræða er vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Senda fyrirspurn um vöru