Skip to main content

Laxakassarnir komnir í Mosó

Eftir júlí 1, 2024Fréttir

Laxakassarnir svokölluðu sem hafa verið svo vinsælir meðal veiðimanna undanfarin ár eru komnir aftur í búðina hjá okkur að Völuteig 31a í Mosfellsbæ. Að þessu sinni er bara ein stærð í boði og eru þeir 800*400*265 mm. Kassarnir seljast með loki á aðeins 3.990 kr.

Undanfarin ár hafa kassarnir verið mjög vinsælir meðal veiðimanna sem koma við á leið úr bænum og kippa með sér kassa. Svo virkar kassinn til að kæla drykki eða mat á leiðinni í veiðina og til að halda aflanum ferskum á leiðinni heim. Ef varlega er farið með kassana er hægt að nota þá aftur og aftur en algengast er að lokið brotni í einhverju óhappi. Þá er lítið mál að kaupa bara lokið og óþarfi að henda kassanum að veiði lokinni. Kassarnir henta einstaklega vel til að halda kulda og hægt að nota þá undir ís í mannfögnuðum eða til að taka kælivöru með sér í ferðalög.

Kíkið endilega til okkar að Völuteig 31a í Mosfellsbæ og náið ykkur í laxakassa með loki.