450 PUR einangrað ker

450 PUR einangrað ker frá Borgarplast er fjölhæft ker með margþætt notkunarsvið og er Það sérstaklega vinsælt í fisk- og kjötvinnslum. Grunnstærð kersins er 80 x 120 cm og fellur þar með undir svokallaða evrópustærð samkvæmt alþjóðlega flutningastaðlinum ISO 6780. Einangrað lok er fáanlegt á 450 kerið.

450 PUR einangrað kerið frá Borgarplast er aðgengilegt fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

450 kerið frá Borgarplast er framleitt úr polyethylene og einangrað með polyurethane frauði (PUR). Einangrunarþykkt á 450 keri Borgarplast er ein sú mesta af öllum kerum á markaði og því er einangrunarhæfi kersins sérstaklega gott.

Bjóðum einnig upp á lítillega útlitsgölluð ker á afslætti en þau ker eru ekki til notkunar í matvælaiðnaði.

 

Vörunúmer: 20158 Flokkar: , Merkimiði:

Lýsing

Stærðir og mál

Utan mál Innanmál
Hæð (mm) 690 530
Breidd (mm) 810 730
Lengd (mm) 1170 1090
Þyngd (kg) 35
Rúmmál (lítrar) 430

 

Senda fyrirspurn um vöru