630 PE einangrað ker

630 PE einangrað ker frá Borgarplast er fjölhæft ker með margþætt notkunarsvið og er Það sérstaklega vinsælt hjá kjötvinnslum og sláturhúsum. Grunnstærð kersins er 100 x 120 cm og fellur þar með undir svokallaða iðnaðarstærð samkvæmt alþjóðlega flutningastaðlinum ISO 6780.

630 PE einangrað kerið frá Borgarplast er aðgengilegt fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Kerið staflast með Schoeller Allibert 4401 kerinu.

630 PE einangraða kerið frá Borgarplast er bæði framleitt úr og einangrað með polyethylene (PE) og er því endurvinnanlegt. PE einangruð ker hafa minna einangrunargildi heldur en PUR einangruð ker, en þau eru burðarmeiri og sterkari.

Vörunúmer: 20299 Flokkar: ,

Lýsing

Stærðir og mál

Utan mál Innanmál
Hæð (mm) 770 610
Breidd (mm) 1000 950
Lengd (mm) 1200 1150
Þyngd (kg) 60
Rúmmál (lítrar) 630

Senda fyrirspurn um vöru