660 PUR einangrað ker

660 PUR einangrað ker frá Borgarplast er mjög fjölhæft ker sem notað er út um allan heim. Þetta ker er líklega það mest selda og notaða ker í heimi. 600 PUR kerið er notað t.d. í sjávarútvegi, fiskeldi, landbúnaði, kjötvinnslum, flutningum og fleira. 660 PUR kerið frá Borgarplast er með tappagöt á öllum fjórum hornum sem tryggir greiðara afrennsli fyrir bráðinn ís. Einangrað lok er fáanlegt á 660 kerið.

660 PUR einangrað kerið frá Borgarplast er aðgengilegt fyrir gólflyftara frá 2 hliðum og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið á handföngunum og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. 660 kerið er staflanlegt með 460 kerinu með og án loka.

660 kerið frá Borgarplast er framleitt úr polyethylene og einangrað með polyurethane frauði (PUR), sem hefur hátt einangrunargildi og gefur kerinu styrk.

Bjóðum einnig upp á lítillega útlitsgölluð ker á afslætti en þau ker eru ekki til notkunar í matvælaiðnaði.

Vörunúmer: 20163 Flokkar: , Merkimiði:

Lýsing

Stærðir og mál

Utan mál Innanmál
Hæð (mm) 750 590
Breidd (mm) 1030 960
Lengd (mm) 1220 1150
Þyngd (kg) 51
Rúmmál (lítrar) 630

 

Tækniupplýsingar

Stöflun 660 enangrað ker

Til að tryggja öryggi við stöflun kera þarf að hafa eftirfarandi í huga:
• að kerin sitji rétt ofan í kerinu fyrir neðan
• að stæðan halli ekki
• að kerin séu óskemmd á hornum
• að kerveggir gúlpi ekki út (er merking um skertan burð)

Hámarksþyngd kers og hámarksfjöldi kera í stæðu

Hámarksþyngd innihalds í keri Hámarksþyngd kers með innihaldi Hámarksfjöldi kera í hífingu
Skorðuð stæða Óskorðuð stæða
0-500kg 60-560 kg 5 3
501-690kg 561-750 kg 4 3
691-1.064kg 751-1.125kg 3 3

Skorðuð stæða er stæða sem hefur stuðning frá öllum hliðum.

Fjöldi kera í töflunni miðast við ný ker frá verksmiðju sem eru með fullan styrk. Þeir sem vinna með kerin verða ávallt að meta hæfni þeirra og ástand áður en þeim er staflað.

Hífing 660 enangrað ker

Til að tryggja öryggi við hífingu kera skal aðeins nota CE merktan hífibúnað.
Ávalt skal hífa kerin á öllum fjórum hornum í einu.
Hve mörg ker er hægt að hífa í einu fer eftir þyngd þeirra.

Hámarksþyngd í keri og hámarksfjöldi kera við hífingu

Hámarksþyngd innihalds í keri

Hámarksþyngd kers með innihaldi Hámarksfjöldi kera í hífingu

0-540kg

60-600 kg

3

541-840 kg 601-900 kg

2

Fjöldi kera í töflunni miðast við ný ker frá verksmiðju sem eru með fullan styrk.

Þeir sem vinna með kerin verða ávallt að meta hæfni þeirra og ástand áður en hífing fer fram.

Aldrei ætti að hífa ker ef halda er teygð eða greinilegir áverkar á henni.

Aldrei ætti að hífa meira en 1.8 tonn í einu. Ráðlegt er að hafa álagsmæli á hífi sem sýnir kranastjóra þyngd þess sem híft er.

Kerin eru merkt með dags, mánaðar og árs merkingum sem er að finna á utanverðum botni þeirra. Ársmerking fyrir árið 2012 er U og áfram í stafrófsröð.

Senda fyrirspurn um vöru