Heimsókn frá Arctic Fish
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá forsvarsmönnum Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish starfa í laxeldi og leita nú að hentugum lausnum til að flytja þann lax sem þeir ala á markaði erlendis. Hentugust umbúðirnar fyrir slíkan flutning eru einmitt frauðkassar því þyngd og einangrunargildi EPS frauðplasts er það allra besta sem í boði er og tryggir gæði og ferskleika alla leiðina á leiðarenda.
Forsvarsmenn Arctic Fish kynntu sér starfsemi okkar að Ásbrú í Reykjanesbæ, fræddust um ferlið, gæðastjórnun og framleiðslu á frauðplastkössum Borgarplasts. Þegar unnið er með slík verðmæti eins og íslenskt sjávarfang þá skiptir máli að varan haldist fersk frá slátrun á Íslandi og alla leið á áfangastað. EPS frauðkassar hafa þann eiginleika að veita afbragðsgott einangrunargildi en á sama tíma eru þeir fisléttir og auka þar með lítið við heildarþyngdina sem flutt er og því sparast bæði kostnaður og orkunotkun í flutningnum. Þegar fyrirtæki eins og Arctic Fish, sem framleiða gæðavöru, fer að leita að umbúðum fyrir flutning á sínum afurðum þá vilja þau að sjálfsögðu ganga úr skugga um að framleiðslan á umbúðunum sé í hæstu gæðum.