Skip to main content

Rotþrær Borgarplasts

Borgarplast hefur í áratugi framleitt rotþrær og hvers kyns skiljur sem henta sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Á Íslandi er víða stutt niður í grunnvatn en nauðsynlegt er að setja rotþrær niður fyrir ofan grunnvatn en samt niður fyrir frostmark svo ekki frjósi í þrónni. Lengri þró er betri en stutt, vegna þess að þar fá föstu efnin lengri tíma til að skilja sig frá vatninu og þannig minnkar einnig líkur á að siturlögn stíflist. Að sama skapi hentar lengri, mjórri þró betur fyrir íslenskar aðstæður þar sem stutt er niður á grunnvatn.

Forðast skal að staðsetja rotþró þar sem hæsta grunnvatnsstaða nær til hennar eða umlykur hana. Slíkt veldur stórauknum vatnsþrýstingi á þróna og getur lagt hana saman eða lyft henni, nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar til að festa hana niður og auka getur þurft styrk hennar. Komist grunnvatn inn í þróna í gegnum siturlagnirnar, virkar hún ekki og mengað vatnið úr henni og siturlögninni berst í grunnvatn og berst þá víða og getur valdið heilsutjóni hjá mönnum og skepnum. Því er staður eins og mýri eða votlendi vonlaus staður fyrir rotþró.

Eins og áður segir hefur Borgarplast hannað og framleitt rotþrær um áratugaskeið við góðan orðstír og það eru góðar og gildar ástæður fyrir því af hverju hönnun hefur haldist eins í áratugi. Af hverju breyta því sem virkar?

 

Skiljur Borgarplasts

Við framleiðum alls konar fráveituvörur hjá Borgarplasti. Meðal annars hvers kyns skiljur sem ætlaðar eru til að skilja frá hin ýmsu efni eins og fitu, sand, olíu og fleira frá fráveituvatni. Allt saman er þetta gert í þeim tilgangi að skilja mengandi efni frá vatni og skila hreinu fráveituvatni út í náttúruna.

Við erum til dæmis þessa dagana að smíða risavaxnar olíuskiljur fyrir stórt athafnasvæði sem verið er að koma upp. Þær skiljur eru 3x 21 m langir tankar hver og engin smásmíði.

Heyrðu endilega í sölufólki okkar með þínar þarfir fyrir skiljur og rotþrær. Við erum til þjónustu reiðubúin í síma 561-2211 eða á borgarplast@borgarplast.is