Skip to main content

Fyrsta kynslóð rotþróa var hönnuð og framleidd í verksmiðju Borgarplasts árið 1983 og var þá um byltingu að ræða. En tæpum áratug seinna höfðum við hannað mun skilvirkari, stærri og betri rotþró sem kom á markað árið 1991. Sú hönnun og framleiðsla hefur staðist tímans tönn í nú 32 ár og full ástæða til.

Allar okkar rotþrær eru framleiddar á Íslandi og hönnunin er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Rotþróin er löng og mjó en ástæðan fyrir því er að á Íslandi er víða stutt niður á grunnvatn og því oftast betra að grafa styttra niður í jarðveginn og þá hafa beðið lengra á móti.

Helstu tæknilegu upplýsingarn um rotþrær, val á stærð og legu og ýmsan fróðleik má finna í tækniupplýsingaskjali okkar sem hægt er að nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan:

Tækniupplýsingar Rotþró

Borgarplast býður upp á tilboðspakka á helstu stærðum af rotþróm fyrir t.d. sumarbústaði.

Pakkinn inniheldur:

Rotþróna sjálfa, siturlagnasett sem passar fyrir stærð rotþróarinnar og 3 útloftunarstúta.

Siturlagnasettið inniheldur 2×10 metra siturlagnarör, beygjur og samsetningar, útloftunarör með hatti og jarðvegsdúk. Allt sem þú þarft nema lagnir frá húsi að rotþró.

Verð á tilboðspökkum:

2.300 lítra: 309.900 kr. (fullt verð 390.658)

2.800 lítra: 325.900 kr. (fullt verð 396.848)

3.200 lítra: 390.900 kr. (fullt verð 482.417)

Hafið samband við söludeildina okkar í síma 561-2211 eða með tölvupósti á maa@borgarplast.is til að spyrjast fyrir um eða panta rotþró. Einnig er hægt að koma til okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og sækja tilboðspakka því við eigum þá alltaf á lager. Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að skoða úrval rotþróa:

Rotþrær Borgarplasts