Stærsta sjávarútvegs/sjávarfangs sýning heims er haldin árlega í Barcelona og við í Borgarplasti erum þar með bás á hverju ári. Sýningin í ár var haldin dagana 25. – 27. apríl og er því nýlokið þegar þetta er skrifað. Í alla staði var vel að sýningunni staðið og fjöldinn allur af sýnendum frá mörgum mismunandi löndum mættir til að kynna vörur sínar. Ísland var mjög áberandi á sýningunni enda erum við sjávarútvegsþjóð.
Við vorum á sýningunni að kynna einangruð fiskiker sem við höfum framleitt fyrir m.a. sjávarútveginn í tugi ára. Kerin fengu verðskuldaða athygli og í kjölfar sýningarinnar höfum við sent tilboð í ker víða um heim, alla leiðina til Indlands þar sem fiskeldi er í miklum vexti.
Við fengum líka góða heimsókn á básinn okkar þegar matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kíkti við og spjallaði við Matthías Matthíasson framkvæmdastjóra Borgarplasts. Að öllu óbreyttu verður sýningin haldin að ári og við erum þegar búin að bóka básinn okkar að ári.