Heitur pottur og lok á tilboði – aðeins 249.900 kr.
Borgarplast hefur um árabil framleitt hitaveituskeljar í verksmiðju okkar að Völuteig í Mosfellsbæ. Við notum 100% Polyethylene (PE) í skeljarnar sem gerir þá sterka, endingargóða og 100% endurvinnanlega. Kostir þess að nota hitaveituskeljar úr PE eru ótvíræðir. Ekki kvarnast ytri húð af skelinni við högg frá þungum hlutum þar sem engin auka húð er á skelinni, auðvelt er að þrífa skelina, skelin þolir sólarálag vel og upplýsist því síður. Þar sem potturinn er úr gegnheilu PE án sérstakrar húðunar er hann auðveldur í allri vinnslu vilji fólk sérútbúa hann með stútum, ljósum og öðrum aukahlutum án þess eiga á hættu á því að breytingar skemmi skelina.
Nýverið hófum við samstarf við íslenskt fyrirtæki um framleiðslu á lokum fyrir heitu pottana okkar. Það samstarf hefur nú borið ávöxt og við erum stolt að bjóða sérhönnuð lok á heitu pottana okkar. Ekki skemmir fyrir að við framleiðum sjálf einangrunarplastið, sem notað er í lokin, í frauðplastverksmiðju okkar að Grænásbraut í Reykjanesbæ.
Við fögnum vorinu og því að við getum nú boðið lok með pottunum og bjóðum pakkann á sérstöku vortilboði, aðeins 249.900 kr.
Hægt er að fá frekari upplýsingar um pottana og lokin – HÉR –
Hægt er að sækja teikningar og efnislista fyrir grind utan um pottinn – HÉR – (.PDF skjal)
Heitu pottarnir og lokin eru til sýnis í sýningarsal okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og sölumenn okkar taka vel á móti þér. Einnig er hægt að senda okkur línu á borgarplast@borgarplast.is eða hringja í síma 561 2211
Við minnum á Facebook síðuna okkar þar sem við deilum oft alls konar efni.
Ekki síður Instagram svæðinu okkar þar sem við deilum myndum!
Hafðu samband við okkur með því að nota fyrirspurnarformið hér fyrir neðan til að panta eða spyrjast fyrir um heitu pottana.