Skip to main content

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að starfsfólk okkar er komið til vinnu, heilt á húfi og við erum búin að opna báðar starfsstöðvar okkar, bæði hverfisteypudeild að Völuteig í Mosfellsbæ sem og frauðplastdeildina okkar að Ásbrú í Reykjanesbæ. Það er heitt á könnunni á báðum stöðum og við erum spennt að taka á móti viðskiptavinum okkar í dag. Við vonum að enginn hafi orðið fyrir tjóni af völdum veðursins.