Skip to main content
Flokkur

Tilboð

PUR ker á tilboði

Eftir Fréttir, Tilboð

Byggingariðnaður, strandveiði- og smábátaeigendur:

PUR ker á tilboði meðan birgðir endast, tvær stærðir:

350 PUR einangruð ker með gölluð tappagöt:

Kerin eru gölluð tappagöt, þannig að ekki er hægt að setja tappa í þau eða þá þeir halda ekki 100%. Þessi ker gætu hentað smábátaeigendum, strandveiðum og byggingariðnaði. Grunnstærð kerjanna er 76 x 92 cm. Þessi ker eru aðgengileg fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

600 PUR einangruð ker með galla í litun:

Kerin eru galla í litun þannig að það er ekki hægt að nota þau í matvælaiðnaði. Þessi ker gætu hentað fyrir byggingariðnað og annan grófari iðnað. Grunnstærð kersins er 100 x 120 cm og fellur þar með undir svokallaða iðnaðarstærð samkvæmt alþjóðlega flutningastaðlinum ISO 6780. Einangrað lok er fáanlegt á 600 kerið. Þessi ker eru aðgengileg fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

Bæði kerin eru framleidd hjá Borgarplast úr polyethylene og einangrað með polyurethane (PUR) frauði, sem hefur hátt einangrunargildi og gefur kerjunum styrk.