Skip to main content

Stjórnendur Borgarplasts hafa ákveðið að fara ekki í neinar gjaldskrárhækkanir um áramót og munum við halda verði óbreyttu eins lengi og hægt er. Við viljum leggja okkar á vogarskálarnar til að ná niður verðbólgu og höfum við þess vegna nú þegar lækkað verð á fjölmörgum vörunúmerum hjá okkur. Á nýju ári munum við leggjast yfir verðskrána og lækka þær vörur sem við getum en aðrar vörur munu standa í stað.

Við höfum líka ákveðið að framlengja tilboðum sem áttu að gilda til áramóta um óákveðinn tíma og tekur það m.a. til salt- og sandkista sem hafa verið á tilboði í allt haust á töluvert lækkuðu verði aðeins 89.900 kr.

Rýmingarsalan á ljósgráum hitaveituskeljum heldur áfram á meðan birgðir endast ásamt því að tilboð á plastbrettum heldur áfram. Svo engar verðhækkanir hjá Borgarplasti um áramót.

Endilega fylgið okkur á samfélagsmiðlum til að fylgjast með þegar við kynnum tilboð eða lækkað verð á ákveðnum vörum.

Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleði og friðar á nýju ári.