Skip to main content

Árið 2023 hefur heldur betur verið viðburðaríkt hjá okkur í Borgarplasti. Hæst ber að nefna að í lok sumars var gengið frá sölu Borgarplasts til Umbúðamiðlunar. Við söluna var fyrirtækinu skipt upp og Umbúðamiðlun tók við rekstri hverfisteypudeildarinnar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ en nýtt félag var stofnað um reksturinn á frauðplastdeildinni að Ásbrú í Reykjanesbæ. Nýja félagið heitir Formar ehf og er með símanúmerið 561-2210 og netfangið formar@formar.is.

Hverfisteypudeildin að Völuteig 31 í Mosfellsbæ framleiðir hinar ýmsu vörur úr Polyethylene plasti eins og rotþrær, fiskiker, vegatálma, saltkistur, olíuskiljur, fituskiljur, sandskiljur, fráveitubrunna, kapalbrunna, heita potta, sandföng, línubala og margt fleira tengt fráveitu. Sú framleiðsla heldur áfram óbreytt en með nýjum eigendum verður áhersla lögð á að halda áfram því mikla nýsköpunarstarfi sem fyrrum eigandi og einn stofnenda Borgarplasts hafði í hávegum. Við erum full tilhlökkunar að hefja nýtt ár af krafti og halda áfram að eiga gott samstarf með viðskiptavinum okkar, veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæðavörur.

Við erum einnig mjög stolt og glöð að tilkynna að nú fást fráveituvörur okkar í verslunum BYKO og á nýju ári mun úrvalið af vörum Borgarplasts aukast hjá BYKO. Við erum sérstaklega spennt fyrir þessu samstarfi og ánægjulegt að viðskiptavinir okkar geti nú fengið Borgarplast vörur víðar.

Starfsfólk Borgarplasts óskar viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við erum sérstaklega þakklát fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu og hlökkum til að taka á móti nýju ári með ykkur.