Þetta er keila!
Þessi rauði litur þýðir að þessi keila er ætluð undir þungaumferð. Hún er 30 kíló af Polyethylene. Keilan er 1000mm í þvermál á botninn en 600mm á toppnum svo það má eiginlega segja að þetta sé “þrenging”. Keilan er sett ofan á t.d. brunna sem eru 1000mm í þvermál og svo er einhvers konar lok sett ofan á það. Yfirleitt myndi vera settur steyptur brunnhringur þarna ofan á og svo einhvers konar járnlok sem þolir að það sé keyrt yfir það.
Við framleiðum keilur, brunna, deilibrunna, vatnslásabrunna, kapalbrunna, lindarbrunna og ýmislegt fleira í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Við þjónustum pípulagningaverktaka með þessar vörur og höfum fengið mikið lof fyrir gæði og góða þjónustu. Við erum jú góð í plasti!
