Árið 1984 settum við á markað línubala úr plasti. Línan sem balinn er kennd við er veiðarfæri sem notað er á línuveiðum en þá eru taumar sem koma úr línunni með um eins og hálfs meters millibili og á enda taumanna eru krókar með beitu. Balarnir voru áður fyrr notaðir undir línuna sem var komið fyrir í bölunum áður en balarnir fóru um borð í báta og línan lögð í sjó.
Nú hefur önnur tækni tekið yfir og línubalar lítið notaðir lengur. En balarnir standa fyrir sínu og sú hönnun og uppskrift sem lagt var upp með árið 1984 stendur enn fyrir sínu og balarnir eru einstaklega sterkir og endingargóðir. Balana er hægt að fá í þremur mismunandi stærðum, 70, 80 og 100 lítra. Þeir eru með tveimur áföstum handföngum en handföngin eru hluti af bölunum og því ótrúlega sterk.
Til að kanna hversu öflugir balarnir okkar eru báðum við múrara að prófa einn bala í sinni vinnu. Hann fékk balann 23. júní 2023 og síðan þá hefur hann notað balann í sinni múrvinnu. Á dögunum fengum við óvænt skilaboð frá honum sem voru svohljóðandi: “Ekkert eðlilega góður bali!! Búinn að vera með hann í öllu og er ennþá eins og nýr.”
Það fylgdi mynd með skilaboðunum:
Þó svo ný tækni við fiskveiðar hafi að mestu leyti leyst línubalana af hólmi þá er hægt að nota þá á ýmsa vegu. Sem dæmi höfum við heyrt af því að þeir hafi við notaðir undir ís og drykki í stórum veislum, sem blómapotta, undir múrbrot og annað rusl sem þarf að færa á milli staða, til að hræra steypu og ýmislegt annað.
Hægt er að lesa meira um línubalana hér: https://borgarplast.is/sjavarutvegur/linubalar/