Árið 2003 hóf Borgarplast framleiðslu á vegatálmum úr plasti en þeir voru hannaðir í samstarfi við Vegagerðina sérstaklega með íslenskar aðstæður í huga. Síðan þá hafa vegatálmar Borgarplasts verið notaðir til að stýra umferð bæði gangandi og akandi víðsvegar um landið og meira að segja alla leiðina til Færeyja. Tálmarnir eru ekki ætlaðir sem árekstrarvörn heldur eingöngu til að stýra umferð þar sem búið er að draga umferðarhraða niður eða þar sem sérstakar aðstæður kalla á notkun þeirra, eins og á flugvöllum.
Vegatálmarnir henta einstaklega vel á flugvöllum vegna þess að þeir uppfylla allar alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til vegatálma á flugvöllum. Aðstæður á flugvöllum eru þannig að t.d. snjómoksturstæki eða slökkvibílar þurfa að geta keyrt auðveldlega í gegnum tálma og þar koma vegatálmar Borgarplasts að góðum notum þar sem þeir fara vel með þau ökutæki sem keyra í gegnum þá og þola ótrúlega mikið hnjask.
Nýverið áttum við gott spjall við góðan mann sem hefur áralanga reynslu af því að vinna með vegatálma Borgarplasts bæði á flugvöllum og við vegavinnu. Hann nefndi það að fyrra bragði að vegatálmar Borgarplasts væru þeir bestu sem hann hefði notað svo við báðum hann að skrifa okkur nokkrar línur um vegatálmana sem hann reyndar kallar “barða”.
„Við erum búin að prófa ýmsar útgáfur af plast börðum og það verður að segjast að barðarnir frá ykkur eru „Rollsinn“ í þessu. Þeir hafa verið notaðir á Keflavíkurflugvelli í mörg ár með mjög góðum árangri. Þeir standast allar alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru um svona barða á alþjóðaflugvöllum. Við fyllum þá til hálfs með vatni og þá þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur af því þó vatnið frjósi í þeim. Þeir eru sterkir og endingargóðir og hafa eins og ég segi reynst ótrúlega vel á Keflavíkurflugvelli og víðar. Fyrir utan hversu lengi þeir endast og hversu mikið hnjask þeir þola þá er auðvelt að gera við þá og þið hafið verið snöggir að græja það fyrir okkur sem við getum ekki sjálf gert við. Ekki skemmir svo fyrir að þeir eru 100% endurvinnanlegir.“ – Kári V Rúnarsson, Jarðvinnuverkstjóri, Íslenskir Aðalverktakar
Svo mörg voru þau orð og við kunnum Kára miklar þakkir fyrir þessi meðmæli. Við höfum svo sem lengi vitað þetta en alltaf gott að heyra meðmæli frá þeim sem nota vörurnar dags daglega. Svo við rifjum aðeins upp kostina við vegatálma Borgarplasts:
- Léttir og meðfærilegir – vega aðeins 24 kg tómir
- Hægt að festa þá saman og snúa allt að 26° í læstri stöðu
- Auðvelt að fylla þá af vatni eða öðru og auðvelt að tæma með tappa í botni
- Ef þeir eru ekki fylltir alveg af vatni þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þeir springi í frosti
- Þeir staflast vel og eru því auðveldir í geymslu
- Fara betur með vélar, tæki og bifreiðar sem nuddast utan í en steyptir
- Þola ótrúlegt hnjask en svo er einfalt að gera við þá
- 100% endurvinnanlegir
Hægt er að fá vegatálma í eftirfarandi litum:
- Rauðir
- Hvítir
- Bláir
- Gulir
Heyrið endilega í sölufólki okkar og leitið tilboða í vegatálma fyrir sumarið.