Viðbrögðin við rýmingasölunni okkar á ljósgráu hitaveituskeljunum voru langt umfram væntingar og nú eru þær uppseldar. Við bjóðum nú einungis upp á einn lit af hitaveituskeljum og er það sá dökkgrái en við bjóðum áfram upp á tvo liti á lokunum, brúnan og dökkgráan.
Hitaveituskelin okkar kostar 239.900 kr. á fullu verði og lokin kosta 119.900 kr. á fullu verði. Við bjóðum einnig upp á einfalda pípupakka sem inniheldur niðurfall, yfirfall, barka, ristar, kúluloka og fleira til að tengja pottinn. Svo erum við líka með mjög einfalda hitastýringu og klæðningu utan um pottinn, tilbúna í 8 pörtum sem aðeins þarf að tengja saman. Við munum áfram gera sértilboð í pakka með hitaveituskel og aukahlutum og við hvetjum ykkur til að hafa samband við sölumenn okkar með því að fylla út fyrirspurnarformið hér fyrir neðan, hringja í síma 5612211 eða hreinlega kíkja við hjá okkur að Völuteig 31 í Mosfellsbæ.