Skip to main content

Matth­ías Matth­ías­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Borgarplasts.

Í til­kynn­ingu seg­ir að með ráðning­unni sé stefnt að því að byggja ofan á þær traustu stoðir sem Guðbrand­ur Sig­urðsson, frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri, hafi lagt grunn­inn að.

Einnig seg­ir að nýr fram­kvæmda­stjóri muni leggja sér­staka áherslu á sölu og út­flutn­ing en Matth­ías búi yfir mik­illi reynslu á því sviði. Á ár­un­um 2009-2020 starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri flutn­inga­sviðs hjá Eim­skip.

Á ár­un­um 2004-2009 var hann fram­kvæmda­stjóri Kom­atsu í Dan­mörku og þar áður starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri Eim­skips í Englandi.

Borgarplast fram­leiðir fiskikör og frauðkassa fyr­ir fersk­an fisk, frauðein­angr­un og ýms­ar frá­veitu­lausn­ir á borð við brunna, ol­íu­skilj­ur og rotþrær. Í Mos­fells­bæ rek­ur Borgarplast hverfisteypu fyr­ir fiskikör og er stærsti söluaðili ein­angraðra fiskik­ara á Íslandi ásamt því að selja fiskikör til allra heims­álfa. Í Reykja­nes­bæ starf­ræk­ir fyr­ir­tækið frauðverk­smiðju með um­tals­verða fram­leiðslu­getu.