Skip to main content
Kristján er nýr sölustjóri Borgarplasts

Kristján Benediktsson nýr sölustjóri Borgarplasts

Kristján Benediktsson hefur verið ráðinn sölustjóri Borgarplasts. Kristján starfaði áður sem sölustjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur og þar á undan sem markaðsstjóri Angling iQ. Undanfarin 3 ár hefur Kristján starfað við þjálfun og tengd verkefni hjá Crossfit XY.  Kristján er með BA gráðu í ferðamálafræðum frá Háskólanum á Hólum.

Sölustjóri mun stýra sölu- og markaðsmálum Borgarplasts ásamt því að vinna með  tæknistjóra að framleiðsluþróun fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun, nýsköpun, endurvinnslu og ábyrga nýtingu.

Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu.

Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju.

Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogaskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.