Skip to main content

Rýmingarsala á ljósgráum pottum með loki

Eftir september 29, 2023október 5th, 2023Fréttir

Rýmingarsala

Við rýmum til á lagernum hjá okkur og bjóðum því sérstakt tilboð á ljósgráum heitum pottum. Við erum að hætta með litinn og við eigum ennþá nokkrar skeljar á lager eftir sumarið og bjóðum því ljósgráar skeljar með loki á aðeins 249.900 kr. m/VSK.

Aðeins eru ljósgráar skeljar í boði á þessu tilboði en hægt er að velja um bæði brún eða dökkgrá lok (!!Uppfært 5. október – aðeins eru dökkgrá lok eftir á lager). Tilboðið gildir á meðan birgðir endast og eins og gefur að skilja um takmarkað magn að ræða.

Við erum búin að stilla upp ljósgrárri skel í sýningarsal okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og tekur tilboðið gildi í dag, 29. september og gildir á meðan birgðir endast. Kjörið tækifæri til að ná sér í æðislegan heitan pott sem er íslensk framleiðsla ásamt vönduðu loki sem einnig er íslensk framleiðsla.

Til að panta má senda tölvupóst á borgarplast@borgarplast.is, hringja í síma 5612211 eða koma á staðinn á Völuteig 31 í Mosfellsbæ. Við tökum vel á móti ykkur.