Skip to main content

Árlega framleiðum við fleiri þúsund fiskiker og er gæðaeftirlitið okkar mjög strangt þar sem við stöndum fyrir gæðaframleiðslu. Einnig horfum við með ábyrgð á hlutverk okkar í að standa vörð um gæði og ferskleika íslenskra sjávarafurða.

Af þeim sökum falla til ker hjá okkur sem við dæmum óhæf til matvælavinnslu en þau ker flokkast í 2. flokk. Þessi ker hafa verið vinsæl í alls kyns iðnaði, til að brynna hestum í haga og sem kaldir pottar eða geymsluílát fyrir einstaklinga. Við bjóðum þessi ker á afslætti og við höfum nú uppfært vefsíðuna okkar með verðum á bæði 1. flokk og 2. flokk á vinsælustu kerjunum okkar.

Kerin eru sterk og endingargóð og hafa þess vegna verið vinsæl til margvíslegra nota. Skoðið verðin hér: https://borgarplast.is/sjavarutvegur/ker/

Hafið svo samband við sölufólk okkar til að spyrjast frekar fyrir um lagerstöðu á 2. flokks kerjum og eins um verð á þeim kerjum sem ekki eru með skráð verð.