Frauðkassar Borgarplasts
– Nytsamlegir í mörgu
Borgarplast hefur framleitt frauðplastkassa síðan á síðustu öld við góðan orðstír. Kassarnir eru mestmegnis notaðir í fiskvinnslum til flutnings á ferskum fiski milli landshluta, landa eða heimsálfa.
Kassarnir hafa líka verið vinsælir hjá veiðimönnum sem oft koma til okkar og kippa með sér kössum á leið úr bænum. Þeir sem hafa verið allra sniðugastir hafa svo fyllt kassana með klaka til að halda drykkjum köldum á leið í veiði og svo notað kassana til að halda aflanum ferskum í túrnum og á leiðinni heim.
Einnig hefur það verið vinsælt að nota kassana undir klaka í veislum því þeir halda vel kulda, eru léttir og meðfærilegir og svo er hægt að nota þá aftur og aftur þegar þarf að halda kulda eða hita.
Svo er hægt að skila kössunum aftur til okkar til förgunar en við endurvinnum frauðplast og notum til að búa til húsaeinangrun og höldum þannig hringrásarhagkerfinu gangandi.
Kíktu endilega til okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ eða Grænásbraut 501 að Ásbrú í Reykjanesbæ til að skoða og kaupa frauðkassa. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst með því að – smella hér –