Skip to main content

Olíu- og fituskiljur

Olíuskiljur og fituskiljur hafa það hlutverk að skilja olíu eða fitu frá affallsvatni. Mengað vatn rennur þannig inn í skiljuna og í ferli þar sem olían er skilin frá vatninu og verður eftir í skiljunni. Lokastig ferilsins er þá að skila hreinu vatni áfram í fráveitu og þaðan út í náttúruna.

Allt nýtt atvinnuhúsnæði þar sem unnið er með olíu, fitu, grút, lýsi, lífefnaeldsneyti og fleira sem skilar sér í fráveituvatn skal búið fitu eða olíuskilju. Borgarplast hefur í rúma tvo áratugi framleitt hvers kyns skiljur; olískiljur, fituskiljur og sandskiljur.

Við höfum sérsmíðað skiljur fyrir allt frá risavöxnum bílaplönum á stórum athafnasvæðum niður í litlar fituskiljur fyrir lítil atvinnueldhús. Allar skiljur þurfa að vera smíðaðar eftir ákveðnum stöðlum sem samþykktir eru af Umhverfisstofnun. Við bjóðum upp á heildarlausnir við allar skiljur, þ.e.a.s skiljurnar sjálfar, upphækkanir fyrir mannop, vöktunarbúnað, lok og annað sem þarf í svona skiljur. Við getum einnig aðstoðað við val á réttri skilju fyrir hvers kyns rekstur.

Ef við tökum dæmi um húsnæði þar sem gerð er krafa um olískilju 4 í NS flokki 2. Skiljan verður grafin á tveggja metra dýpi og þarf að þola að þungaumferð aki yfir hana. Þá vinnum við með olíuskilju með vörunúmer 44258U en sú skilja er 1,2m í þvermál, 3,32 m að lengd og hefur 3.400 lítra vökvarúm. Það sem þyrfti til í svoleiðis skilju er skiljan sjálf, 1 meters upphækkun á mannopi og svo flotkarm með loki sem þolir þungaumferð. Svo þarf vöktunarbúnað til að fylgjast með þegar tími er kominn til að tæma skiljuna af olíu. Svona skilja með öllu myndi kosta samtals 962.928 kr. M/VSK.

Við sérsmíðum allar olíuskiljur og fer afhendingartíminn eftir því hversu stór skiljan er og svo verkefnastöðunni í verksmiðjunni. Öll smíði fer fram hér að Völuteig í Mosfellsbæ þar sem við framleiðum tankana, framlengingarnar og rörin sem fara í svona skilju. Allt saman er þetta íslensk framleiðsla. Til þess að gera framleiðsluna eins umhverfisvæna og mögulegt er blöndum við endurunnu plastefni út í uppskriftina. Við notum þá afskurð sem fellur til við framleiðslu á skiljum, kurlum það niður í duft sem við síðan blöndum saman við nýtt efni. Með þessari aðferð drögum við stórkostlega úr förgun á plastefni sem fellur til við framleiðsluna og gröfum þess í stað í jörð í formi olíuskilju sem hefur það hlutverk að skilja olíu frá vatni og skila hreinu vatni út í náttúruna að nýju.

Veljum íslenskt og styðjum við íslenskan iðnað og atvinnulíf.