Skip to main content

Nú er kominn vetur með öllu tilheyrandi og vissara að vera við öllu búin fyrr en seinna. Frá árinu 1987 höfum við framleitt salt- og sandkistur sem finna má við bílastæði, götur og gangstéttar víða um land.

Hægt er að skoða frekari upplýsingar um kisturnar hér:

https://borgarplast.is/salt-og-sandkistur/salt-og-sandkista/

Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á þá nýjung að koma og kaupa saltkistu og fá saltið í hana hjá okkur líka. Við ákváðum að bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar þannig að þeir þurfi ekki að leita lengra til að fá saltið í kisturnar, allt til hjá okkur. Við getum líka útbúið lokunarbúnað (hespur) á lokið til að minnka líkur á því að lokin fjúki upp í vetrarveðrum.

Þau fyrirtæki, einstaklingar og húsfélög sem nú þegar eru svo heppin að eiga saltkistur frá okkur geta líka komið með kisturnar og fyllt á þær fyrir veturinn gegn vægu gjaldi.

Ekki bíða eftir hálkunni og snjónum með að festa kaup á saltkistum fyrir bílastæðið, planið, göngustíginn eða hvar sem gangandi vegfarendur fara um. Vertu á undan og vertu tilbúin/n.

Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 561-2211 eða á borgarplast@borgarplast.is til að ná þér í saltkistu fulla af salti fyrir veturinn.