Skip to main content

Plastbretti fyrir matvæla- og lyfjafyrirtæki

Borgarplast hefur um árabil framleitt vörubretti úr plasti sem henta einstaklega vel þar sem gerðar eru auka kröfur um hreinlæti og viðarbretti eru ekki kostur. Brettin eru gerð úr Polyethylene plasti sem samþykkt er til matvælaframleiðslu.

Við bjóðum upp á mismunandi stærðir og gerðir af plastbrettum sem henta mismunandi aðstæðum hverju sinni. Brettin eru sérstaklega hugsuð fyrir matvæla- og lyfjafyrirtæki en þar eru gerðar strangar kröfur um hreinlæti eins og gefur að skilja. Brettin þola allt að 1.000 kg burð ef þau standa á sléttum flöt en annars 300 kg ef þau eru í hillum þar sem aðeins er burður undir sitthvorum enda. Plastbrettin gefa viðarbrettum ekkert eftir í styrk og þau endast og endast sé vel farið með þau. Þau staflast vel hver ofan á annað.

Við getum boðið upp á mismunandi liti af brettunum en sölumenn okkar eru til þjónustu reiðubúnir til að ráðleggja um besta kostinn í stöðunni fyrir þig.

Hafðu samband í gegnum fyrirspurnarformið hér að neðan eða hringdu í síma 561-2211 og leitaðu tilboða hjá sölufólki okkar.

Hægt er að skoða stærðir og gerðir hér: PLASTBRETTI