Vikan byrjaði með Íslensku Sjávarútvegssýningunni í Fífunni miðvikudag til föstudags og svo á sunnudaginn var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Við létum okkur ekki vanta á sýninguna og erum þakklát öllum þeim sem kíktu til okkar og spjölluðu um frauðkassana okkar og fiskikerin. Við kynntum á með stolti nýtt útlit á nokkrum stærðum af kössum sem eru mun betri en gömlu kassarnir.
Sjómannadagurinn
Sunnudaginn 12. júní var svo Sjómannadagurinn og óskum við sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Við vonum að allir hafi notið helgarinnar með sínum nánustu.
Borgarplast hefur verið viðloðandi sjávarútveginn í áratugi, allt frá því fyrsta kynslóð fiskikerja var framleidd. Í dag framleiðum við einangruð fiskiker og frauðkassa sem notaðir eru til að flytja ferskan fisk. Borgarplast stendur vörð um gæði og verðmæti íslensks sjávarfangs.