Skip to main content
All Posts By

heimir

Minning

Eftir Fréttir, Minning

Guðni Þórðarson

Guðni Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgarplast lést þann 18. maí síðastliðinn í Reykjavík. Hann stofnaði Borgarplast í Borgarnesi árið 1971 ásamt sex öðrum Borgfirðingum og var í forsvari fyrir félagið sleitulaust frá 1971 til 2018. Í byrjun einbeitti Borgarplast sér að framleiðslu á húsaeinangrun en árið 1983 hóf það framleiðslu á hverfisteyptum fiskikörum á höfuðborgarsvæðinu sem flestir tengja félagið við í dag. Þannig var Guðni sannur frumkvöðull að mikilvægum nýjungum í sjávarútvegi sem lögðu grunninn að aukinni tæknivæðingu og bættri meðhöndlun sjávarfangs með einangruðum fiskikörum.

Guðni, sem var fæddur á Akranesi árið 1939, lærði byggingartæknifræði í Danmörku og lagði metnað sinn í að vanda til hönnunar og að tryggja að framleiðsla félagsins væri með því besta sem gerðist á markaði. Samhliða framleiðslu á fiskikörum var byggð upp framleiðsla á fráveitulausnum af ýmsu tagi auk þess sem frameiðsla á húsaeinangrun var útvikkuð yfir í frauðkassa fyrir fiskútflutning.

Þannig lagði Guðni grunn að öflugum rekstri Borgarpalasts en félagið mun fagna hálfrar aldar afmæli á næsta ári. Eiginkona Guðna var Sjöfn Guðmundsdóttir sem lifir mann sinn en hún starfaði náið með honum um árabil hjá Borgarplast.

Starfsfólk Borgarplasts sendir Sjöfn og dætrum þeirra þriggja og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur vegna andláts Guðna.

F.h. Borgarplasts hf,
Guðbrandur Sigurðsson, frkv.stj.

PUR ker á tilboði

Eftir Fréttir, Tilboð

Byggingariðnaður, strandveiði- og smábátaeigendur:

PUR ker á tilboði meðan birgðir endast, tvær stærðir:

350 PUR einangruð ker með gölluð tappagöt:

Kerin eru gölluð tappagöt, þannig að ekki er hægt að setja tappa í þau eða þá þeir halda ekki 100%. Þessi ker gætu hentað smábátaeigendum, strandveiðum og byggingariðnaði. Grunnstærð kerjanna er 76 x 92 cm. Þessi ker eru aðgengileg fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

600 PUR einangruð ker með galla í litun:

Kerin eru galla í litun þannig að það er ekki hægt að nota þau í matvælaiðnaði. Þessi ker gætu hentað fyrir byggingariðnað og annan grófari iðnað. Grunnstærð kersins er 100 x 120 cm og fellur þar með undir svokallaða iðnaðarstærð samkvæmt alþjóðlega flutningastaðlinum ISO 6780. Einangrað lok er fáanlegt á 600 kerið. Þessi ker eru aðgengileg fyrir gólf- og gaffallyftara frá öllum 4 hliðum. Hægt er að hífa kerið og snúa því um 180 gráður með gaffallyftara eða kerahvolfara. Hægt er að stafla kerunum bæði með og án loka.

Bæði kerin eru framleidd hjá Borgarplast úr polyethylene og einangrað með polyurethane (PUR) frauði, sem hefur hátt einangrunargildi og gefur kerjunum styrk.